Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1960, Side 23

Andvari - 01.10.1960, Side 23
ANDVAHI JÓN ÞORKELSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR 213 Eg hef marga yndisstund átt í gömlum tínrum, stytt mér tíð og létt mér lund ljóðum, sögum, rímum og fást við fyrri menn; þegar eg hóf það, þá var eg ungr, það er mér hugstætt enn. Að „fást við fyrri menn“, — það var yndi hans, bæði fræðimannsins og skáldsins. Mörg kvæði hans fjölluðu um þá, — einkum miðaldamenn i sögu íslands, sem ávallt voru honum kærastir: Ólöfu ríku, Björn í Ögri og Stefán biskup, Ögmund Pálsson og Jón Arason. En fleira varð honum að yrkisefni en slíkir stórhöfðingjar: Eitt fegursta Ijóð sitt orkti liann um Kvæða-Önnu, brenni- merkta förukonu, sem uppi var um 1400 og ekki er getið í heimildum nema örfáum orðum í einni annálsgrein. En að ekki þyrftu yrkisefnin endilega að vera sótt svo langt aftur í tímann til þess að hann kynni að gera þeim góð skil, sýndi hann eftirminnilega í kvæðinu um Minnu, sem fóstraði hann ungan austur í Hlíð i Skaftártungu. Ekkert kvæði, sem hann orkti, var eins fullkomið, í látleysi sínu og það. Það var sem fyndi Jón Þorkelsson það á sér sumarið 1923, að ekki myndi seinna vænna að hugsa til útgáfu á ljóðum ltans. Það sumar bjó hann þau loksins undir prentun og birti í lítilli hók, sem hann kallaði „Vísnakver Forn- ólfs“; kom það út rétt fyrir jólin það ár og vakti þá þegar mikla athygli. Engum duldist, að þar væri sérkennilegt skáld, og raunar einstætt í íslenzkum nútíðar- bókmenntum, lram komið; og lék það ekki lengi á tveimur tungum, hver það væri, — svo ótvírætt sór vísnakverið sig í ætt við alkunna söguskoðun Jóns Þor- kelssonar og mergjað mál hans. En óvænt uppgötvun var það fyrir margan, sem Jrekkti hrjúfa skurn þess skapmikla manns og vinnuþjarks, að á bak við bana byggi bæði stórbrotin og viðkvæm listamannssál, sem um langa ævi hefði orðið að lúta í lægra haldi fyrir þrotlausu striti fræðimannsins. Sjálfur minntist Jón Þorkelsson í öðru kvæði Vísnakversins, sem hann kallaði „Forspjallsorð", ekki alveg sársaukalaust á þetta leyndarmál lífs síns: Ég man þá daga æsku í, ég ætlaði að gera margt; en framkvæmt hef ég fæst af því, — hið fáa tæpt og vart. Nú líður á dag og lækkar sól, — hvað lengi er vinnuhjart?

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.