Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 49
ANDVARI
JÓMFRÚFÆÐINGIN
239
Þetta var ekki auðveld fæðing; Björn læknir fékk að taka á því sem hann
átti til.
Frú Davidsen var honum til aðstoðar með lieitt vatn, handklæði og lyf
úr meðalakistu skipsins. Það leit ekki vel út fyrir Maríu litlu; grannur líkami
hennar engdist undir brotsjóum kvalanna eins og skip í sjávarháska. Frú David-
sen var ýmsu vön, en henni lá við öngviti af að sjá allt það blóð, sem streymdi
um önnum kafnar hendur læknisins. Unga stúlkan var orðin raddlaus, en
óhugnanlegt hryglukennt sog heyrðist úr kverkum hennar; hún hafði bitið sig
í tunguna, dökkrauður vökvi vætlaði út úr munnvikunum.
— Væri ekki rétt að gefa henni sprautu? spurði jómfrúin. Henni líður
hræðilega illa.
— Nei, sagði læknirinn, ekki enn.
A ganginum fyrir utan stóðu skipsdrengirnir tveir og hlustuðu á hin ugg-
vænlegu hljóð, sem heyrðust frá jómfrúbúrinu. Róbert stalst til að gægjast
milli stafs og hurðar. Flann sneri sér snöggt undan og hljóp upp stigann eins
og hann ætti lífið að leysa. Jóhann smitaðist af skelfingu hans og liljóp á
eftir lionum. Hann fann hann einan í búrinu.
— Hvað er það, Róbert? spurði hann skelfdur.
— Flver fjandinn hefur beðið þig að koma hér og snuðra? sagði Róbert.
Má maður aldrei vera í friði neins staðar?
— Fleldurðu hún deyi? hvíslaði Jóhann.
— Auðvitað! sagði Róbert og sneri sér undan. Auðvitað deyr hún. Það
var allt í einu blóðbaði.
— Hvað eruð þið að gera hér, ormarnir ykkar, kvað við fyrir aftan þá.
Það var Jósef matsveinn. Hann stóð í eldaklefadyrurmm með logandi kerti í
annarri hendi og sálmabók í hinni.
— Og svo segið þið ekki einu sinni gleðileg jól!
— Gleðileg jól! sögðu drengirnir hvor upp í annan.
Matsveinninn setti kertið frá sér, stakk sálmabókinni í vasann og opnaði
bjórflösku.
— Mér finnst það nokkuð hart, sagði hann og saup vel á svörtu ölinu, —
mér finnst það nokkuð hart, að enginn hér um borð, ekki nokkur kjaftur,
virðist leiða hugann að því, hvaða kvöld er í kvöld, eða öllu heldur nótt! Hér
haga sér allir eins og bölvaðir heiðingjar og kalkaðar grafir — guð fyrirgefi
munninum á mér. Hkki hefur til dæmis fimm mínútum verið spanderað á
einn jólasálm! Stýrimaðurinn, — sem annars er svo hugsandi maður — honum
botna ég ekkert í. Þetta er þó andskotakornið — fyrirgefið munnsöfnuðinn —
báheilög nótt, kannski sú helgasta í öllu almanakinu!