Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 49

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 49
JÓMFRÚFÆÐINGIN 239 Þetta var ekki auðveld læðing; Björn læknir fékk að taka á því sem hann átti til. Frú Davidsen var honum til aðstoðar með heitt vatn, handklæði og lyf úr meðalakístu skipsins. Það leit ekki vel út fyrir Maríu litlu; grannur líkami hennar engdist undir brotsjóum kvalanna eins og skip í sjávarháska. Frú David- sen var ýmsu vön, en henni lá við öngviti af að sjá allt það blóð, sem streymdi um önnum kafnar hendur læknisins. Unga stúlkan var orðin raddlaus, en óhugnanlegt hryglukennt sog heyrðist úr kverkum hennar; hún hafði bitið sig í tunguna, dökkrauður vökvi vætlaði út úr munnvikunum. — Væri ekki rétt að gefa henni sprautu? spurði jómfrúin. Henni líður hræðilega illa. — Nei, sagði læknirinn, ekki enn. Á ganginum fyrir utan stóðu skipsdrengirnir tveir og hlustuðu á hin ugg- vænlegu hljóð, sem heyrðust frá jómfrúbúrinu. Róbert stalst til að gægjast milli stafs og hurðar. Hann sneri sér snöggt undan og hljóp upp stigann eins og hann ætti lífið að leysa. Jóhann smitaðist af skelfingu hans og hljóp á eftir honum. Hann fann hann einan í búrinu. — Hvað er það, Róbert? spurði hann skelfdur. — Hver fjandinn hefur beðið þig að koma hér og snuðra? sagði Róbert. Má maður aldrei vera í friði neins staðar? — Fleldurðu hún deyi? hvíslaði Jóhann. — Auðvitað! sagði Róbert og sneri sér undan. Auðvitað deyr hún. Það var allt í einu blóðbaði. — Hvað eruð þið að gera hér, ormarnir ykkar, kvað við fyrir aftan þá. Það var Jósef matsveinn. Hann stóð í eldaklefadyrunum með logandi kerti í annarri hendi og sálmabók í hinni. — Og svo segið þið ekki einu sinni gleðileg jól! — Gleðileg jól! sögðu drengimir hvor upp í annan. Matsveinninn setti kertið frá sér, stakk sálmabókinni í vasann og opnaði bjórflösku. — Mér finnst það nokkuð hart, sagði hann og saup vel á svörtu ölinu, — niér finnst það nokkuð hart, að enginn hér um borð, ekki nokkur kjaftur, virðist leiða hugann að því, hvaða kvöld er í kvöld, eða öllu heldur nótt! Hér haga sér allir eins og bölvaðir heiðingjar og kalkaðar grafír — guð fyrirgefi munninum á mér. Ekki hefur til dæmis fimm mínútum verið spanderað á einn jólasálm! Stýrimaðurinn, — sem annars er svo hugsandi maður — honum botna ég ekkert í. Þetta er þó andskotakomið — fyrirgefið munnsöfnuðinn — háheilög nótt, kannski sú helgasta í öllu almanakinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.