Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 41

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 41
JÓMFRÚFÆÐINGIN 231 Hann greip skapvonzkulega níður í alla þessa fáránlegu fatahrúgu. María lá grafkyrr með lokuð augu og opinn munn. — Hvert þó í heitasta! sagði hann og varð loðmæltur af undrun: Þú ert þó ekki hinsegin? Jú, fari bölvað sem hún er ekki hinsegin! Herra minn trúr! Þetta er dáfalleg uppákoma! Ráða sig hér um borð . . . María vatt sér til og reyndi að losa sig undan hendi hans, sem fór rann- sakandi um hana. Allt í einu settist hún snöggt upp og sendi honum heiftúðugt augnaráð. — Farðu! sagði hún. — Ég held þér farist ekki að derra þig, María, sagði hann og brosti and- kannalega svo að sá í tennurnar. Andlitið á Maríu afmyndaðist, hún beit sig í neðri vörina, og allt í einu sló hún mögru og hnúaberu handarbaki í andlit þjóninum. Hann greip fyrir vitin og varð blóðugur á hendinni. — Eg skal fjandakornið . . . ! sagði hann og náði í handklæði. Hann bleytti það og fór að kæla blæðandi nef sitt fyrir framan veggspegilinn. Andartak grét María hástöfum, með galopinn munn eins og barn, en allt í einu smeygði hún sér fram úr rúminu og var á burt. — Bíddu bara, tæfan þín! hrópaði hann eftir henni og hló ógnandi: Ég skal sveimér finna þig í fjöru! — Ja það er laglegt stand atarna, sagði frú Davidsen, jómfrúin á fvrsta farrými, og fór að afklæða Maríu. Stúlkan hafði fengið sjó yfir sig og var næstum því holdvot. Hún skalf svo að glamraði í tönnunum. Frú Davidsen hafði kalt augnaráð eins og mávur og djúpa hrukku niður eftir enni. — Hvað ertu komin langt á leið? spurði hún. — Átta mánuði, sagði María. — Drottinn minn dýri! sagði frú Davidsen. Svona, drekktu þetta, þér hlýnar við það. — Á níunda mánuð, bætti María við í hálfum hljóðum og með lokuð augu. — Þú er galin, sagði frú Davidsen. Leggstu þarna og hvíldu þig. — Ég þarf ekki að liggja, sagði María. Eg er orðin góð. — Ég hefði haldið það, sagði frú Davidsen. Við verðum að komast til botns í þessari vitleysu. Eg tala við brytann. — Æi nei, sagði María í bænarróm. Frú Davidsen hvarf og kom aftur með brytann. Hann leit á stúlkuna og hristi höfuðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.