Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 77
ANDVARI
SKIPBROT VIÐ HÚNSNES
267
Herþrúði. Sk'vldu þau greiða þrenn lóð
silfurs eða tuttugu og sjö ríkisdali krónu-
myntar fyrir atferli sitt við skipbrots-
manninn og tvo ríkisdali í sveitarsjóð
fyrir leynd á fémæti því, er þau fundu
rekið. Gjaldítrestur var þeim veittur til
næsta vors, c;n gætu þau þá ekki staðið
í skilum, skyldu þau þola húðlát, er næst
gengi lífi þeiiTa. Loks áttu þau að standa
opinberar skriftir hjá prófasti héraðsins,
séra Sæmundí Magnússyni í Miklabæ.
Þau Neðra-Ncshjón voru örsnauð, eins
og að líkum Iætur, enda fór sem vænta
mátti, að þau gátu ekki greitt sektina.
Fyrir þvi urðu þau að leggjast undir
vöndinn á Skefilsstaðaþingi næsta vor og
láta hrygginn á sér svara til saka.
Arni Jónsson í Efra-Nesi var aftur á
móti sýknaður, og naut hann þess, að
málstaður hans þótti mun betri, auk þess
sem hann var ungur, svo að ábyrgðin
var talin hvíla á Einari, cr hann var í för
með honum.
VIII
Það var sögn í Skagafirði, að raunar
hefðu þau Neðra-Neshjón verið enn sek-
ari en fram kemur í málsskjölum. Af
þeim er að ráða, að heimska og lítil-
mennska hafi einkum ráðið gerðum
þeirra. Sögnin hermdi, að fleira hefði
komið til. Samkvæmt henni átti Her-
þrúður hafa skorið silfurhnappa af föt-
um skipbrotsmannsins, þegar hún fór
með syni sínum til þess að sækja hestinn.
Bak við þá sögu vakir sú hugsun, að
fólkið í Neðra-Nesi hafi haft svo ríka
ágirnd á þeim smámunum, er því gat
áskotnazt með þvílíkum hætti, að það
hafi fyrir þær sakir ekki viljað liðsinna
manninum. í samræmi við þetta var Iler-
þrúður kölluð Guðlausa-Þrúða eftir þessa
atburði. Að öllum líkindum er þetta þó
skröksaga ein, því að þess er getið í máls-
skjölum, að Grímseyingurinn var í gam-
alli peysu og slidnni, sem ósennilegt er,
að prýdd hafi verið silfurhnöppum. Hitt
er eigi að síður augljóst, að Einar Hall-
dórsson hefur ekki miklu viljað kosta til
við að hjúkra manninum, er hann kveink-
aði sér við að fara með hann heim til
sín og kaus heldur að paufast með hann
langa leið í kulda og hrakviðri á haust-
kvöldi, nálega korninn í andarslitrin.
IX
Maður sá, sem lauk ævi sinni með
þessum fáheyrða hætti, var hclzti fyrir-
maður Grímseyinga á sinni tíð. I sögn-
um er hann nefndur Jón Grímseyjarfor-
maður, en líklegast er, að það kenningar-
nafn hafi hann ekki fengið fyrr en eftir
andlátið. Hann var bóndi í Syðri-Greni-
vík í Grímsey, en svo einkennilega vill
til, að mcnn vita ekki með fullri vissu,
hvers son hann var. Oftast er hann tal-
inn Jónsson, en sumir ætla þó, að hann
hafi verið Björnsson. Af honum er sprott-
inn mikill ættbogi. Má meðal niðja hans
nefna séra Björn í Stærra-Árskógi, er var
sonur hans, séra Snorra Björnsson á
Hjaltastöðum í Skagafirði, séra Árna
Snorrason á Tjörn í Svarfaðardal, Sigurð
Snorrason, sýslumann á Giljá, Sigríði
Snorradóttur, konu séra Jóns Reykjalíns
á Ríp, Guðrúnu Sigurðardóttur, konu
séra Jóns Thorarensens á Tjörn í Svarf-
aðardal, Björn bónda Sigurðsson í Belgs-
holti í Melasveit og séra Jón Reykjalín á
Þönglabakka, svo að aðeins séu nefndir
nokkrir þeirra, sem fyrir löngu cru fallnir
í valinn.