Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 77

Andvari - 01.10.1960, Síða 77
ANDVARI SKIPBROT VIÐ HÚNSNES 267 Herþrúði. Sk'vldu þau greiða þrenn lóð silfurs eða tuttugu og sjö ríkisdali krónu- myntar fyrir atferli sitt við skipbrots- manninn og tvo ríkisdali í sveitarsjóð fyrir leynd á fémæti því, er þau fundu rekið. Gjaldítrestur var þeim veittur til næsta vors, c;n gætu þau þá ekki staðið í skilum, skyldu þau þola húðlát, er næst gengi lífi þeiiTa. Loks áttu þau að standa opinberar skriftir hjá prófasti héraðsins, séra Sæmundí Magnússyni í Miklabæ. Þau Neðra-Ncshjón voru örsnauð, eins og að líkum Iætur, enda fór sem vænta mátti, að þau gátu ekki greitt sektina. Fyrir þvi urðu þau að leggjast undir vöndinn á Skefilsstaðaþingi næsta vor og láta hrygginn á sér svara til saka. Arni Jónsson í Efra-Nesi var aftur á móti sýknaður, og naut hann þess, að málstaður hans þótti mun betri, auk þess sem hann var ungur, svo að ábyrgðin var talin hvíla á Einari, cr hann var í för með honum. VIII Það var sögn í Skagafirði, að raunar hefðu þau Neðra-Neshjón verið enn sek- ari en fram kemur í málsskjölum. Af þeim er að ráða, að heimska og lítil- mennska hafi einkum ráðið gerðum þeirra. Sögnin hermdi, að fleira hefði komið til. Samkvæmt henni átti Her- þrúður hafa skorið silfurhnappa af föt- um skipbrotsmannsins, þegar hún fór með syni sínum til þess að sækja hestinn. Bak við þá sögu vakir sú hugsun, að fólkið í Neðra-Nesi hafi haft svo ríka ágirnd á þeim smámunum, er því gat áskotnazt með þvílíkum hætti, að það hafi fyrir þær sakir ekki viljað liðsinna manninum. í samræmi við þetta var Iler- þrúður kölluð Guðlausa-Þrúða eftir þessa atburði. Að öllum líkindum er þetta þó skröksaga ein, því að þess er getið í máls- skjölum, að Grímseyingurinn var í gam- alli peysu og slidnni, sem ósennilegt er, að prýdd hafi verið silfurhnöppum. Hitt er eigi að síður augljóst, að Einar Hall- dórsson hefur ekki miklu viljað kosta til við að hjúkra manninum, er hann kveink- aði sér við að fara með hann heim til sín og kaus heldur að paufast með hann langa leið í kulda og hrakviðri á haust- kvöldi, nálega korninn í andarslitrin. IX Maður sá, sem lauk ævi sinni með þessum fáheyrða hætti, var hclzti fyrir- maður Grímseyinga á sinni tíð. I sögn- um er hann nefndur Jón Grímseyjarfor- maður, en líklegast er, að það kenningar- nafn hafi hann ekki fengið fyrr en eftir andlátið. Hann var bóndi í Syðri-Greni- vík í Grímsey, en svo einkennilega vill til, að mcnn vita ekki með fullri vissu, hvers son hann var. Oftast er hann tal- inn Jónsson, en sumir ætla þó, að hann hafi verið Björnsson. Af honum er sprott- inn mikill ættbogi. Má meðal niðja hans nefna séra Björn í Stærra-Árskógi, er var sonur hans, séra Snorra Björnsson á Hjaltastöðum í Skagafirði, séra Árna Snorrason á Tjörn í Svarfaðardal, Sigurð Snorrason, sýslumann á Giljá, Sigríði Snorradóttur, konu séra Jóns Reykjalíns á Ríp, Guðrúnu Sigurðardóttur, konu séra Jóns Thorarensens á Tjörn í Svarf- aðardal, Björn bónda Sigurðsson í Belgs- holti í Melasveit og séra Jón Reykjalín á Þönglabakka, svo að aðeins séu nefndir nokkrir þeirra, sem fyrir löngu cru fallnir í valinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.