Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 31
ANDVARI
VÆRINGJAR
221
þeirra voru ekki lengur hreinræktaðir
Skandínavar. Hinn forni árásarhugur
Norðurlandamanna var farinn að dvína,
og nú reyndu þeir að styrkja og stækka
þjóðina með samneyti við Slafa, og með
mægðum við þá urðu þeir smám saman
fyrir miklum áhrifum af þeim og menn-
ingu þeirra.
Á árunum eftir fyrstu herhlaupin
gerðu norrænir höfðingjar í Kiev nokkrar
vel skipulagðar en árangurslausar atlögur
að Býzanz, en síðan fóru þeir að taka
upp friðsamleg samskipti og verzlun við
gríska heimsveldið. Kaupmenn komu í
stórum hópum til Konstantínópel til þess
að selja rússneska framleiðslu og kaupa
í staðinn vefnaðarvörur, skrautmuni,
krydd og annað sem framleitt var í rík-
inu eða flutt þangað inn frá fjörrum
löndum. Auðlegð kemur með verzlun-
inni. Nýlendur risu á legg á ströndum
Bosporus, og íbúar þeirra voru engir aðrir
en þessir skandinavísku hálfblendingar,
sem Býzanzbúar voru nú farnir að kalla
„rúss“.
En jafnframt héldu nýir hópar nor-
rænna stríðsmanna áfram að taka sig
upp í hinum norðlægu byggðum sínum
og leita suður á bóginn. Þeir dreifðust
um rússnesku slétturnar og leituðu sér
að staðfestu í ríkjum þeirra manna, sem
voru af sama norræna uppruna og þeir
sjálfir, en reyndu einnig að hefja her-
hlaup til suðlægari landa. En þegar hér
var komið sögu, voru gömlu landarnir
í Rússlandi farnir að hafa nokkrar
áhyggjur af þessuin hópum, sem alltaf
voru að koma, og ef til vill voru þeir
ekki alveg óhræddir við hernaðarfíknina
í þessum görpurn að heiman. Þeir voru
þeim engir aufúsugestir, því að þeir höfðu
þegar tryggt sér lönd og ríki, komizt vel
af við slafnesku þjóðirnar, sem kringum
þá bjuggu, og áttu sameiginlega hagsmuni
við þær. Þeim var augljóslega meiri hagur
í að spilla ekki friðsamlegum samskipt-
um og verzlunarviðskiptum við býzanzka
heimsveldið en að gera þangað ný her-
hlaup. Og þeim tókst að gera tvennt í
cinu, losa sig við hina herskáu norrænu
óróaseggi og rétta bandamanni sínum,
keisaranum í Býzanz, hjálparhönd. Þeir
sendu hina nýkomnu norðanmenn til
keisarans, ekki sem árásarmenn, heldur
sem málaliða til þjónustu við hann. Þetta
reyndist vera arðvænleg atvinnugrein,
því að keisarann vantaði alltaf góða vana
hermenn og borgaði þeim vel. Auk þess
var þetta virðuleg atvinna, því að nor-
rænu málaliðarnir og þó einkum foringjar
þeirra lifðu og hrærðust í siðmenntuðu
umhverfi með dýrlegum veizlum, og
þeirn voru vcittar háar vegtyllur og íburð-
armiklar nafnbætur. En þrátt fyrir þetta
fékk hernaðarandinn ekki að dvína í lysti-
semdum borgarinnar. Hið eina, sem af
þeim var krafizt, var að þeir væru alltaf í
bardagaskapi, og keisarinn átti í sífelld-
urn styrjöldum, annaðhvort til sóknar eða
varnar, á öllum hugsanlegum vígvöllum.
Þannig fengu norðurlandamenn svigrúm
til að neyta krafta sinna, og nú fóru
þeir að leggja leið sína frá rússnesku
sléttunum til Býzanz til þess að ganga í
þjónustu keisarans. Furstarnir í Kiev voru
oft og tíðum meðalgöngumenn við ráðn-
ingu þessara hermanna.
Býzanzkir sagnaritarar kalla þessa
skandínavísku málaliða oft „rúss“ eins og
innrásarmennina fyrr á tið. En þetta
stafar af ruglingi eða vana. Nafnið „rúss“,
sem áður var haft um þessa „menn úr
norðri“, árásarmennina frá Norðurlönd-
um og rússnesku sléttunum, er nú orðið
einkum haft um þá sem búa í Rússlandi
og eru orðnir blandaðir Slöfum og runnir
saman við þá. Eftir því sem slafnesk
menning verður sterkari meðal þessa fólks,
þótt af norrænum uppruna væri að nokkru
leyti, því nær kemst þetta nafn því að