Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 84

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 84
274 BALDUR LINDAL nærri sjó. Þessi eru Krísuvík og Reykja- nestá. Við nánari athugun kemur einnig í ljós, að þau jarðhitasvæði liggja vel við aðalmarkaðnum. Þetta allt til samans gef- ur okkur aðstæður, sem flestir telja að minnsta kosti verðar fyllstu athygli. A þessum megingrundvelli fer sú rannsókn fram, sem nú verður drepið á. Saltverksmiðjan. Þótt þessi rannsókn hafi verið allslitr- ótt þann tíma, sem unnið hefir verið að henni, hefur hún oft notið þeirra beztu sérfræðilegra starfskrafta, sem völ er á hér og erlendis. Hlutverk sjálfs mín hefir að nokkru reynzt það að afla álits hinna sérfróðu manna og samræma starf þeirra. I þessari grein verður því miður að stikla á stóru, og það verður ekki unnt að geta um nema lítinn hluta þeirra atriða, sem tekin hafa verið til meðferðar. En þó er vonað, að lesendur fái hugmynd um aðal- viðhorfin. Ég mun nú fyrst skýra lítil- lega frá tækniatriðum varðandi verk- smiðjuna sjálfa. Við skulum strax í byrjun skipta salt- vinnslu úr sjó í tvo meginþætti. Sá fyrri er sá að nema burtu það mikinn hluta vatnsins, að eftir verði því nær mettuð saltlausn, og skal sá þáttur kallast frum- vinnsla. Síðari þátturinn er að láta fara fram uppgufun á mettuðu saltlausninni og skilja frá saltið, sem myndast við það. Sá þáttur nefnist saltgerð. Saltgerðarþátturinn sem slíkur hefir reynzt fremur auðleyst viðfangsefni. Les- andinn mun strax koma auga á, hve líkar aðstæður eru þar og venja er til með salt- vinnslu úr skolvatni frá neðanjarðarsalt- lögum. Að vísu inniheldur sjórinn meiri aukaefni en venja er til með slíkt skol- vatn, en það krefst lítils fráviks í gerð og rekstri hinna hefðbundnu margþrepa eimingartækja. Vitað er, að slík tæki hafa verið notuð í sambandi við náttúrlega uppgufun á sjó, og þá við saltgerðina sjálfa. Til frekara öryggis voru þó gerðar tilraunir hér, sem sýndu, að unnt væri að ná mestum hluta saltsins á þennan hátt. Það var hins vegar annað vandamál við saltgerðina, sem vafðist fyrir okkur í fleiri ár. Þar sem aðalsaltmagnið hér fer til fisksöltunar, er nauðsynlegt að geta unnið gróft salt. Þessir venjulegu margþrepa eimar gefa hins vegar fínt salt, sem líkist borðsalti. Slíkt salt myndi ekki reynast vel við fisk, að því að talið er. í fyrstu beindust athuganirnar að því að finna hagkvæmar aðferðir til þess að fá stóra einstaka kristalla, svo sem gerist við nátt- úrlega uppgufun. Samsvarandi aðferð er þó augsýnilega óhagkvæm sökum þess, að þar eru kristallarnir fleiri vikur að myndast. Hraðri kristalmyndun reyndist þó unnt að ná með öðrum aðferðum, en hæpið virtist, að lögun þeirra og stærð yrði fullnægjandi. Einu sinni sem oftar varð tveimur okkar gengið um saltfiskverkunarstöð í Reykjavík. Svo vildi til, að þar var þá verið að salta með steinsalti, þ. e. salti, sem hafði verið brotið í námu, en ekki hinu venjulega Miðjarðarhafs sjósalti, sem mest flyzt af hingað. Ein handfylli af steinsaltinu gaf nýja hugmynd. Þetta salt leit ekki út fyrir að vera kristallað, heldur pressað saman. Því þá ekki að pressa smáu kristallana frá hinum venju- legu saltgerðartækjum saman, og mala síðan á sama hátt og hafði verið gert við þetta salt? Skömmu síðar leiddi eftir- grennslan í ljós, að verksmiðja ein í Kanada, sem vinnur salt til fisksöltunar, gerir það einmitt á þennan hátt. Þetta kanadíska salt var reynt við fisksöltun hér með góðum árangri. Nú hefir hafizt regluleg framleiðsla þessara saltþjappna hjá minnsta kosti einu fyrirtæki í Vestur- heimi. Vandinn við saltvinnslu úr sjó hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.