Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 66

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 66
256 RAGNAR JÓHANNESSON ANDVAIU skáldið fengi tækifæri til að skoða þetta náttúruundur. Þuldi ég honum það, sem ég kunni úr Asbyrgiskvæði Einars Ben: „Sögn er, að eitt sinn um úthöf reið Óðinn og stefndi inn fjörðinn. Reiðskjótinn, Sleipnir, á röðulleið, renndi til stökks yfir hólmann, á skeið, spyrnti í hóf, svo að sprakk við jörðin, — sporaði byrgið í svörðinn.“ Enda minnist A. á Ásbyrgi í Letters (sjá kvæðið: „Ferð til fslands": . . . „fjöll eins og hófspor.“). En ekki gafst tími til að ganga alla leið inn í botn, svo að sá kostur var tek- inn að ganga fram á hóftunguna. Veður var gott og útsýni fagurt, eða það fannst okkur, íslendingunum. En frá skáldinu fengum við, bílstjórinn og ég, litlar þakk- ir fyrir þessa viðdvöl. Auden reifst út af því að vera að eyða tímanum í þessa ómerkilegu klettagjá, en svo væri hon- um naumur eða enginn tími skammtaður til að skoða gamla bæi eða taka myndir af einkennilegum körlum og kerlingum! Leiðin upp að Grímsstöðum sóttist seint, enda voru vegir mjög þungfærir um Fjöllin í þá daga. Við vorum því orðin þreytt, ferðafólkið, þegar við kom- um að Grímsstöðum, og fegin hvíldinni. Mig langaði til að ganga úti stundarkorn og njóta kvöldblíðunnar á Fjöllum, en fara svo snemma að hátta. En Auden kvaðst hafa fengið nóg af fjallasýn þann daginn og heimtaði — að spila ronnný! Gat ég með hörkubrögðum dregið saman nógu marga spilafélaga handa honum. En sú spilamennska átti eftir að enda með ósköpum. Nótt var aðeins farið að lengja, gluggar voru fremur litlir í Gríms- staðastofu og pottablóm stóðu í glugga- kistum. Gerðist því skuggsýnt í stofunni, þegar leið að miðnætti og tæplega spila- ljóst. Heimtaði nú Auden, að ég bæði heimilisfólkið um lampa. Þessu neitaði ég afdráttarlaust; sagði honum að það tíðkaðist ekki á íslandi að kveikja ljós á miðjum heyönnum; lampa þyrfti að sækja út í skemmu eða upp á háaloft, fægja þá og hreinsa. Auden brást afar illa við þessum undanbrögðum, kvað það aumt land þar sem ekki væri hægt að fá Ijós til að spila við rommý! Kastaði hann spilunum frá sér emjandi og gekk til hvílu í versta skapi. Daginn eftir var ferðinni haldið áfram yfir fjöllin. Auden var nokkuð kvefaður, en bar sig þó sæmilega, þrátt fyrir hörmu- legan endi spilamennskunnar kvöldið áður. En þessum öræfaakstri lýsir hann svo í kvæði, „Letter to Lord Byron“: „The thought of writing came to me to-day (I like to give these facts of tiine and space); The bus was in the desert on its way From Möðrudalur to some other place: The tears were streaming down my burning face; I’d caught a heavy cold in Akureyri. And lunch was late and life looked very dreary.“ Við komum við í Möðrudal, en ekki veit ég hvernig sú vitleysa er komin inn í bók Audens, að Möðrudalur sé einkum nafnfrægur fyrir heimabrugg og drykk- felldan prest! Býst ég við, að honum hafi orðið fótaskortur á þjóðsögunni um Möðrudals-Möngu, og umtali okkar, samferðamanna hans, þegar við gerðumst þyrstir í hitanum, um ölgerð Héraðsbúa, senr mikið orð fór af á þeirn tímum. Gekk t. d. sú saga á bannárunum, að einn góð- bóndi á Fljótsdalshéraði hefði bruggað þrjár tegundir öls, með mismunandi styrkleika: eina fyrir fullorðna karlmenn, aðra fyrir dömur og þá þriðju fyrir börn! Oft vildi Auden fá að vita, hvað talað var í kringum hann, og sagði ég honum þá undan og ofan af úr samtalinu og reyndi að gera hann þátttakanda í þvl> ef kostur var. — Margt dunduðum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.