Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 40

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 40
230 WILLIAM IIEINESEN ANDVART Hinar meinfýsnu ægisdætur hljóta að hafa hatað Thygesen skipstjóra alveg sérstaklega mikið. Hann var gamall maður með rauðpokað andlit, sem alltaf lýsti einhverri andhælislegri kátínu eins og þeirri, sem birtist í svip manna á undan hnerrakasti, og jafnvel höfuðskepnurnar virtust geta vakið þessa kæti. Strange fyrsti stýrimaður var alvörumaður og gat ekki þolað þetta eilífa áhyggju- leysi skipstjórans; honum fannst það ekki heilbrigt, stafaði sennilega af æða- kölkun á háu stigi. Það var ástæðulaust að hlæja að öðru eins veðri og þessu, tíu vindstig og útlit fyrir vaxandi storm, og það í hafi þar sem rekduflin voru eins og rúsínur í hrísgrjónagraut. Skipið hafði andæft í átján stundir og öll von úti um að komast heim fyrir jólanótt. Strange stýrimaður sá í anda konuna sína og litlu dæturnar þrjár sitja og horfa lúpulegar og gleðivana á uppljómað jólatré — ef þær hefðu þá yfirleitt nokkuð hirt um að kveikja á því. Þegar illt er í sjó, breytist farþegaskip í sannkallað sjúkrahús, allt angar sterkt og óhugnanlega af galli og umsnúnum innýflum, uppsölubökkum og kamfúrudropum. Ot úr þröngum farþegaklefum heyrast lág örvæntingarkvein og gjallandi bænir, ásamt hóstum og niðurbældum kverkahljóðum. Sjóveiki er reyndar ekki lífshættuleg, en henni fylgja þjáningar eins og í ormagarði, og hún er í afskræmdri mynd forsmekkur dauðans og eyðileggingarinnar, sem bíður okkar allra að lokum. FcSmardýr hennar engjast rétt eins og þeir for- dæmdu í helvíti Dantes, þó þeir séu líkamlega ekki eins skrafhreifir. Þegar þannig stendur á, eru gerðar takmarkalausar kröfur til jómfrúarinnar; af henni er beinlínis heimtað, að hún geri kraftaverk og frelsi sálir. Jómfrúin á öðru farrými var sautján ára íslenzk stúlka. Hún stóð sig vel og gerði það sem hún gat næstum því heilan sólarhring, en þá lét hún bugast og varð sjúklingur. og enginn svaraði, þótt hinir sjóveiku hrópuðu og bæðust miskunnar. Þjónninn Ornfeldt, sem annars hafði setið í makindum uppi í tómum matsal og spilað dóminó við eina farþegann, sem var á fótum, varð að koma til skjalanna. Það var honum engan veginn að skapi. Hann reyndi að blása lífi í yfirkomna stúlkuna. — Þú getur ekki verið þekkt fyrir þetta, María! sagði hann í umvöndunar- tón. Skipsjómfrú getur ekki látið bjánaskap eins og sjóveiki á sig ganga. Þetta er líka engin veiki, það er ímyndun og ekkert annað! Stúlkan lá í svíma og svaraði ekki. Svitadropar stóðu þétt á enninu á henni, hárið var strítt og ljósrautt á lit. Hún hafði Ijós bráhár eins og kálfur. Hún var í öllum fötunum og rækilega vafin innan í pils og svuntur og drasl. — Þú gætir nú tínt af þér eitthvað af þessum leppum, seín þú vefur utan um þig! sagði þjónninn. Aldrei á ævi minni hef ég séð aðra eins múnderingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.