Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 60

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 60
250 RAGNAR JÓUANNESSON ANDVART sveitabýlum, taldi sig fá með því betri færi til að kynnast menningu og atvinnu- háttum, enda athugaði hann allt slikt af gaumgæfni. Ég vildi helzt velja okkur dvalarstað í Norðurárdalnum, í grennd við Hreða- vatn, þar sem náttúrufar er fjölskrúðug- ast: eldvarp, hraun, vatn, kjarr, skógur, laxár, fossar og tigin og margbreytileg fjöll. Leitaði ég því til gamalla gestgjafa minna, Þorbjarnar bónda Ólafssonar á Hraunsnefi og Guðnýjar konu hans. Þar gisti ég jafnan á jólaleyfisferðum vestur í Dali. A Ilraunsnefi var ekki stórbýli, en snyrtiheimili og skemmtilegur heim- ilisbragur, hjónin bæði gjörvulegt fólk, áttu föngulegar dætur, voru kát og gest- risin, einkurn var Þorbjörn bóndi ann- álaður fjörmaður. Þarna leitaði ég skáldi mínu gistingar og var hún auðsótt, og reyndust þau Hraunsnefshjón viðtöku- Ijúf eins og fyrri daginn. Undi Auden sér þar svo vel, að hann kom þangað aftur síðar um sumarið, þegar félagsskap okkar var slitið. Hefði ég varla getað fundið heppilegri gististað handa hon- um í upphafi ferðar, frjálsleg framkoma heimilisfólksins féll honum sérstaklega vel í geð. Það kom í ljós strax fyrsta kvöldið, að okkur Auden greindi mjög á um það, hvernig verja skyldi sumarkvöldunum. Ég hafði gert mér rómantískar vonir um að reika úti í guðs grænni náttúrunni í fögru umhverfi undir sólarlag, en hús- bóndi minn tók því víðs fjarri, kvaðst engan áhuga hafa á náttúrunni eftir kvöldmat og vildi spila. Mátti ég standa í því kvöld eftir kvöld að útvega honum spilafélaga. Einkum sóttist hann eftir félagsskap unglinga og vikli hafa sem flesta við spilaborðið og þótti hið mesta mcin, þegar kveðja þurfti kvenfólk og hörn frá spihim til að sækja kýr og mjalta. Var stundum crfitt að fá spilafólk, því að sveitafólk stundar lítt spilamennsku um hásláttinn, en oftast tókst þetta þó fyrir þrábeiðni Audens og löngun fólks- ins til að gera gestinum til geðs. Ekki vildi Auden spila bridge — eða wist eins og Phileas Fogg, heldur rommy, alltaf og ævinlega. Fæstir kunnu spil þetta, en hann var mjög þolinmóður við útskýring- ar, og varð ég að taka við, þegar mál- leysið bagaði hann, enda er rommy síðan eina spilið, sem ég kann sæmilega! Auden lék á als oddi við spilaborðið, vildi helzt græða, og emjaði, þegar hann tapaði, cn það var siður hans, þegar eitt- hvað gerðist honum mótdrægt í daglegu lífi. (Þess vegna eru orðin ,,emjandi skáldið" í þýðingu Magnúsar Ásg. (sjá hér að framan) einkar viðeigandi, og geri ég þó tæplega ráð fyrir, að Magnúsi hafi verið kunnugt um þennan óvanda Audens (í frumtexta stendur: . . . ,,and again the writer runs howling to his art.“)). Á daginn vorurn við rnikið úti við. Þetta var á túnaslætti, og fvlgdist Auden með störfum fólksins með athygli, lang- aði jafnvel til að taka þátt í þeim. Fékk hann lánaðan hrífustcrt hjá Þorbirni bónda og fór að raka úti á bæjarhól. Ekki mun heimilisfólkinu hafa þótt heyskapar- tilburðir skáldsins til eftirbreytni, því að hann hélt báðum lófum ofan á hrífu- skaftinu, en ekki hvorum á móti öðrum eins og siður er. Varð hann því að standa kengboginn við iðju sína og tók engar leiðbeiningar til greina, þctta fannst hon- um þægilegast. Við fórum margar gönguferðir um ná- grennið, allt saman eftir hinni gullvægu reglu Audens: „Mér þykir gaman að ganga — bara ekki of langt.“ (L. f. I-, 102). Við gengum á Grábrók, upp í hlíð, kringum Hreðavatn og rerum út í hólm- ann. Skoðun náttúrunnar var Auden sýni- lega ekki eins leið og hann lét, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.