Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 91

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 91
ÍSLENZK LJÓBAGERÐ 1959 281 kvæðin eru rímur heldur ljóð, sem höf- undarnir hafa kennt við rímur eða man- söngva af hótfyndni. Rimurnar eru svo brot og verða alls ekki heildarmynd nema örfáar. Bókin er hins vegar forvitnileg, þar eð mörg þjóðkunn skáld sitja bekk hennar. En rímurnar hafa ósköp lítið skáldskapargildi. Einhæfni skáldanna er átakanleg. Rímnatilbrigðin eru til dæmis engin að kalla, þegar kvenkenningarnar eru undan skildar. Vinnubrögð skáldanna eru öll cins og ástæðan sú, að þetta eru ekki rímur ortar í alvöru heldur til gam- ans, þó að skemmtilegheítin farí iðulega forgörðum. Sveinbirni á Draghálsi skjátl- ast hrapallega, ef hann ætlar, að þessi bók verði til þess að endurnýja rímna- skáldskapinn. Hún er þvert á móti sönn- un þess, að gamli rímnaskáldskapurinn er úr sögunni, hvort sem mönnum líkar bctur eða verr. Einar Benediktsson og Orn Arnarson gátu ekki endurvakið íþrótt hans, hvað þá höfundar „Rímnavöku". Þeir nota rímnaformið aðeins í orði kveðnu, og þess vegna verður kveðskapur þeirra eins konar skopstæling á íslenzku rímunum. Aftur á móti eru í bókinni ýmsar snjallar vísur, og helzt mun gildi hennar sem kennslukvers i bragarháttum. Hér skal ekki um dæmt, hversu safnanda hefur tekizt rímnavalið, en undirritaður saknar brags, sem skólasveinar í höfuð- stað Norðurlands ortu sér til dægrastytt- ingar fyrir mörgum árum og hefði gert bók þessa mun læsilegri en raun hefur á orðið. Skopstælingar eiga að vera skemmtilegar. Gríma alvörunnar fer þeim oftast illa. Hitt er annað mál, að það, sem menn yrkja að gamni sínu og kunn- ingja sinna, á sjaldan brýnt erindi á prent, og sennilega er Sveinbjörn Beinteinsson ckkert spéfíkinn, þó að hann hafí óaf- vitandi hæðzt að örlögum rímnakvcð- skaparins með því að stofna til þessarar bókar. Gunnar Dal er enn á Iéttu skeiði, en hefur samt séð ástæðu til að gera úrval úr tveimur ljóðabókum sínum og bætt við nokkrum nýjum kvæðum. „Október- ljóð" er því eins konar sýnisbók. Skoðanir um skáldskap Gunnar eru skiptar. Sumir telja hann í meistaraflokki, en aðrir vilja neita honum um alla viðurkenningu. Ég hef sitthvað við ljóðagerð hans að athuga, en tel beztu kvæði hans sérstæðan og áhrifamikinn skáldskap. Gunnar Dal hefur lagt stund á heimspeki og dvalizt austur á Indlandi, þar sem gáfuðum mönnum gefst kostur á margþættum vís- dómi. Þessa gætir allmikið í ljóðum Gunnars og tryggir honum athyglisverða sérstöðu á skáldaþingi ungu kynslóðar- innar. Sumum finnst aftur á móti, að sambýli heimspekí og skáldskapar heppn- ist ekki alls kostar, enda munu þess dæmin. Ég tel hins vegar ótvírætt, að mörg heimspekiljóð Gunnars Dal séu góður skáldskapur, þó að mér falli bczt smákvæði hans, sem túlka náttúruskyn og fegurðarþrá. Þá hef ég í huga kvæðin Hrynur lauf, Þú sem áttir allan heiminn, Sjá þessi rauðu ský, Við Ganges, Gull að láni og Uppruni ljóðsins, þó að það síðast talda minni á viðhorf og aðferð Davíðs Stefánssonar. Álfar eru samt að mínum dómi úrslitasigur Gunnars Dal. Hins vegar kann ég engan veginn að meta vitsmunakvæði eins og Snæ, Sfinx- inn og hamingjuna, I byrjun þings, Kvæðið um manninn og Tröllið og dverg- inn. Gunnar Dal má mín vegna hafa hverja þá skoðun, sem hann vill, en afstaða gerir ekki kvæði lífvænlegt, ef skáldskapinn vantar, og nefnd Ijóð ein- kennast fremur af áróðri exi listrænni við- leitni að skynja eða túlka. Skáld verður að koma einhverju nýju á framfæri við lesandann til að eiga tignarheitið skilið. Misheppnist sú tílraun, er naumast um skáldskap að ræða, hcldur röðun orða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.