Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 39

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 39
WILLIAM HEINESEN: JOMFRUFÆÐINGIN í svartasta skammdeginu getur norðanvert Atlantshaf átt það til að haga sér eins og á sumardegi með stafalogni og blíðu; þótt sól sé lágt á lofti, skín hún stundum um hádegisbil með undarlega sterkum skærum ljóma. Isfuglaveður kölluðu gömlu sagnþyrstu farmennirnir slíka sumarblíðu á vetrardegi; þá lá ísfuglinn Halkyon á eggjum sínum, og illviðraguðimir hvíldust á meðan. Þannig var veðrið á hafinu milli lslands og Færeyja síðustu dagana í des- ember 1919, þegar gufuskipið Botnía rakst skyndilega á rekdufl um hábjartan dag. Duflið maraði í hálfu kafi, og varðbergsmaðurinn kom ekki auga á það fyrr en of seint var að gefa varúðarmerki. Hann heyrði það urga við skipssíðuna, og nokkur skelfileg andartök hófst hann yfir stund og stað og hvarf heill og óskiptur heim til ungu konunnar sinnar — hann var aðeins tvítugur að aldri og nýkvæntur. En það gerðist ekki neitt, sprengjan var óvirk, ef til vill hefur lekið inn á hana, af því að hún var undir vatnsborðinu. Skipið hélt leiðar sinnar eins og ekkert hefði í skorizt, og öldurnar skutu logaleiftrum í sólskininu. Honum kom í hug, að það mundu þær eins hafa gert, þótt skipið hefði sokkið; sólin hefði haldið áfram að skína og allt gengið sinn vanagang. Nokkrum dögum seinna var Botnia um það bil áttatíu sjómílur austur af Færeyjum. Þá var ísfuglinn hættur að liggja á, og þrjú þúsund hafmeyjar, sem Neptúnus gat við Thetys konu sinni, stunduðu skemmtanalífið af kappi, en það er fólgið í að abbast upp á heiðarleg skip og gera þeim allt til miska. Það lætur þeim sætlega í eyrum, þegar hlaðar af borðbúnaði renna fram af snar- hallandi borðum og skella í gólfið, þær æpa af kæti eins og börn á róluvelli, þegar vesalings farþegarnir ganga í ólýsanlega vítisvist sjóveikinnar, gráir í framan með ískalda svitadropa á enni, og þær taka andköf af hlátri, þegar grængolandi sælöður hvolfist freyðandi inn yfir þilfarið, svo að járnbolur skips- ins nötrar og kveinkar sér með sárum stunum. En þá fyrst eru þær fullkomlega glaðar og ánægðar, ef skipið ferst með rá og reiða, en ekkert gremst þeim eins og að sjá aðgætna, yarfærna sjómenn eða farþega, sem láta ekki bugast af sjóveiki he'.dur sitja ósæmilega hressir uppi í reyksal með tóddýglas og rjúk- andi vindla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.