Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 35

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 35
VÆRINGJAR 225 keisarans og hafa veg og vanda af sam- skiptum Væringja við ríkisvaldið. Fyrir nokkrum árum fannst í Konstantínópel blýinnsigli með svofelldri áletrun: „Inn- sigli hins háæruverðuga stórtúlks Vær- ingja, Mikaels". Há embætti, margvíslegar virðingar, auðlegð og lystisemdir Konstantínópel- borgar, sem var París þeirra tíma, megn- aði ekki að svæfa þrá Væringja eftir hin- Um fjarlægu heimkynnum sínum og óskir þeirra um að mega hverfa heim. Til marks um þetta er meðal annars það, að sagnaritarar segja frá mörgum ástarævin- týrum Væringja með býzönzkum konum, en ekki giftingum. Líklegt er, að keisar- inn hafi lagt bann við slíku, af ótta við að Væringjar færu þá að eignast bú og börn og misstu við það hernaðarhugann og gerðust ófúsari til að sendast út um alla Evrópu til að berjast. Ef til vill vildu þeir sjálfir ekki kvænast, annaðhvort af því að þeir áttu fjölskyldu heima eða ætluðu sér að hverfa heim og vissu, að grískar konur myndu trauðar til að fylgja þeim norður í fjarskann. Víst er að fjöldi Væringja hvarf úr þjónustu keisarans, þegar þeir voru orðnir vel loðnir um lófana. Þeir héldu á brott og létu berast yfír meginland Evrópu og komust loks til heimkynna sinna á Norðurlöndum. Þar sögðu þeir sögur um hetjudáðir sínar, og ómurinn af þeim frásögnum heyrist í fornum norrænum sögum. En auðlegð þeirra og ævintýralegar sögur um stríð og ástir freistuðu nýrra ungra Skandínava til að leita til hinnar sagnfrægu „Tsari- grad", Miklagarðs sem þeir svo nefndu, borgar keisarans með furðulegum höllum og óþrjótandi gulli. Þannig héldu ungir menn frá Norðurlöndum áfram að streyma inn í Væringjahersveit keisarans, svo að stofninn hélzt við, þótt margir sneru heim. Það er merkilegt, að slíkt skyldi geta átt sér stað öldum saman. Norðurlandamenn reyndust óbrigðul uppspretta trausts og halds fyrir býzanzka heimsveldið, enda var það þeim aftur á móti ótæmandi brunnur auðs og ævin- týra. Vér skulum nú aftur snúa að hetju þeirri, sem nefnd var að upphafi máls, Haraldi harðráða, norska konungssynin- um, sem síðar varð konungur sjálfur. Hér skal ekki fjölyrt um það, hvað þessi Haraldur var eða hvað hann gerði á Norðurlöndum. Ég læt nægja að skýra frá því, sem við vitum um hann í Grikk- landi, um ævi hans og afrek í fjarlægum löndum austursins. Sá fróðleikur er að mestu leyti úr norrænum heimildum. Kunnugt er úr fornum sögum, að þessi hetja, Haraldur harðráði, hinn hraustasti meðal hraustra, sonur Sigurðar sýr, hélt í austurveg eftir margar frækilegar orust- ur árið 1030, eftir fall Ólafs konungs á Stiklarstöðum, þar sem Haraldur sjálfur særðist. I austurvegi leitað hann hælis hjá norrænum ættingjum sínum í fursta- dæmum Rússlands. Þar lendir hann að sjálfsögðu í ástarævintýrum með rússn- eskum konungsdætrum, en heldur síðan alfaraleið norrænna stríðsmanna suður á bóginn og til Býzanz og ræðst í þjónustu keisarans. Fyrir fræknleika sakir og ætt- göfgi eru honum von bráðar boðnar miklar virðingar og hann verður foringi Væringjasveitarinnar. Orð fór af afreks- verkum hans í öllu heimsveldinu, í Asíu, Afríku, og sérstaklega á Sikiley, þar sem hann bar sigurorð af múhammeðskum Serkjum í átján orustum. Síðar fór hann pílagrímsferð til Jórsala, en kom loks aftur til Miklagarðs og lagði sig eftir ást- um hinnar rosknu keisaradrottningar Zóe. Flins vegar varð hin fagra unga frænka drottningarinnar María ástfangin af hon- um og baðst þess árangurslaust að mega giftast honum. Drottningin verður mjög reið og lætur hneppa Harald í fangelsi, 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.