Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 94
284
ÍIELGI SÆMUNDSSON
ANDVARI
næmi sinni, oft bregður fyrir ómum af
strcngjum DavíSs Stefánssonar, GuS-
mundar BöSvarssonar og Tómasar GuS-
mundssonar, ekki löngum cSa sterkum,
en þó aSkominni hlutdeild í tónaslætt-
inum. Hins vegar dylst naumast, aS
kvæSi þessi séu ort af innri þörf, og víSa
glitrar á skáldskap, þó aS hann sé raunar
í hrotum. Jónas Tryggvason virSist söngv-
inn þátttakandi í gleSi og liarmi lífsins,
en hann þarf aS cinbeita sér bctur til
aS fara ekki út af laginu. Bczt tekst
honum í kvæSinu Dís næturinnar, þó
aS miSbik þess sé meS augljósum hleSslu-
mcrkjum DavíSs Stefánssonar, en fyrsta
og síSasta erindiS eru Jónasi til sórna:
Þú vitjar mín cnn á hvítum hesti
að húmsins borgum
og berð í fangi þér dýrust djásn
af dagsins torgum.
Þau fólust mér löngum sem fánýtt glingur
á förnum vegi,
en loga við barm þér scm lýsigull
frá liðnum degi.
Jódynur þinn er af þúsund strengjum,
og þögnin hljómar.
Það sindrar af hófum þíns hvíta fáks,
og húmið Ijómar.
Og nóttin klæðir sig nýrri skikkju
í návist þinni,
sem dagurinn aldrei eignazt gat
af auðlegð sinni.
Er rökkrið sveipaði rauðum tjöldum
að ranni mínurn,
þú gafst mér eld hins ófædda ljóðs
í augum þínum.
Þetta cr snoturt kvæði og liefði þótt
góður skáldskapur fyrir þremur eða fjór-
um áratugum.
ArnliSa Álfgeir kann ég hvorki að
aldurgreina né ættfæra, því að auðvitað
cr þetta dulnefni, en ljóðabók hans,
„Kirkjan á hafsbotni", hefur vakið nokkra
athygli og margar árangurslausar spurnir
um höfundinn. Kvæðin eru flest órímuð
og heimspekilegar hugleiðingar, fléttaðar
endurspeglunum úr ríki náttúrunnar.
Arnliði Álfgeir er svo gefinn fyrir vísdóm,
að mörg ljóð hans verða eins konar máls-
háttasöfn, en sá kveðskapur á oft langt
í land til skáldskapar. Svo er þó ekki hér.
Kvæðin eru listræn og vandvirknisleg,
en skáldskapnum iðulega dreift eins og
brotasilfri úr rciðri hendi, höfundurin.n
kann sér ekki hóf, og ýmsar gersemar
hans komast engan veginn til skila. Þetta
cru svipmyndir, en ramminn vill gleym-
ast, og einstakir drættir samræmast ekki
heildinni. Orðavalið á mikla sök á þessu,
það er of tilgerðarlcgt og málsháttakennt,
og hér segir greinilega til sín, hvað smá-
Ijóð cru viðkvæm, þar má engu muna, les-
andinn fer á mis við kvæðið, ef það nær
ekki tilgangi sínum, þó að skáldið hafi
reynt að vanda hugsun sína. Skáldskap-
ur Arnliða Álfgeirs cr eins konar flug-
eldasýning. Stundum situr skotið fast í
hyssunni, iðulega kemst það sæmilega á
loft til að villast út í nætursortann, en
beinist öðru hvoru í átt til himins, spring-
ur í marglitri ljósadýrð og slær töfra-
ljóma á dimmbláan geiminn. Þá verða
til kvæði eins og Minning:
Ég mætti speking á förnum vegi og hann
sagði:
— Minning er sama og endurfædd nútíð.
— Minning, það er þegar ævintýrið
„cinu sinni var“
gcrist í annað eða máskc þúsundasta sinni
— sagði skáldið.
Karlssonurinn gægðist gegnum orðin,
leit í augu kóngsdótturinnar og sagði:
— Minning, það erum við, þegar
eilífðina dreymir.