Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 94

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 94
284 HELGI SÆMUNDSSON næmi sinni, oft bregður fyrir ómum af strengjum Davíðs Stefánssonar, Guð- mundar Böðvarssonar og Tómasar Guð- mundssonar, ekki löngum eða sterkum, en þó aðkominni hlutdeild í tónaslætt- inum. Hins vegar dy]st naumast, að kvæði þessi séu ort af innri þörf, og víða glitrar á skáldskap, þó að hann sé raunar í brotum. Jónas Tryggvason virðist söngv- inn þátttakandi í gleði og harmi lífsins, en hann þarf að einbeita sér betur til að fara ekki út af laginu. Bezt tekst honum í kvæðinu Dís næturinnar, þó að miðbik þess sé með augljósum hleðslu- merkjum Davíðs Stefánssonar, en fyrsta og síðasta erindið eru Jónasi til sóma: Þú vitjar mín enn á hvítum hesti að húmsins borgum og berð í fangi þér dýrust djásn af dagsins torgum. Þau fólust mér löngum sem fánýtt glingur á förnum vegi, en loga víð barm þér sem lýsigull frá liðnum degi. Jódynur þinn er af þúsund strengjum, og þögnin hljómar. Það sindrar af hófum þíns hvíta fáks, og húmið ljómar. Og nóttin klæðir sig nýrri skikkju í návist þinni, sem dagurinn aldrei eignazt gat af auðlegð sinni. Er rökkrið sveipaði rauðum tjöldum að ranni mínum, þú gafst mér eld hins ófædda ljóðs í augum þínum. Þetta er snoturt kvæði og hefði þótt góður skáldskapur fyrír þremur eða fjór- um áratugum. Arnliða Álfgeir kann ég hvorki að aldurgreina né ættfæra, því að auðvitað er þetta dulnefni, en Ijóðabók hans, „Kirkjan á hafsbotni", hefur vakið nokkra athygli og margar árangurslausar spurnir um höfundinn. Kvæðin eru flest órímuð og heimspekilegar hugleiðingar, fléttaðar endurspeglunum úr ríki náttúrunnar. Arnliði Álfgeir er svo gefinn fyrir vísdóm, að mörg ljóð hans verða eins konar máls- háttasöfn, en sá kveðskapur á oft langt í land til skáldskapar. Svo er þó ekki hér. Kvæðin eru listræn og vandvirknisleg, en skáldskapnum iðulega dreift eins og brotasilfri úr rciðri hcndi, höfundurin.n kann sér ekki hóf, og ýmsar gersemar hans komast engan veginn til skila. Þetta eru svipmyndir, en ramminn vill gleym- ast, og einstakir drættir samræmast ekki heildinni. Orðavalið á mikla sök á þessu, það er of tilgerðarlegt og málsháttakennt, og hér segir greinilega til sín, hvað smá- ljóð eru viðkvæm, þar má engu muna, les- andinn fer á mis við kvæðið, ef það nær ekki tilgangi sínum, þó að skáldið hafi reynt að vanda hugsun sína. Skáldskap- ur Arnliða Álfgeirs er eins konar flug- cldasýning. Stundum situr skotið fast í byssunni, iðulega kemst það sæmilega á loft til að villast út í nætursortann, en beinist öðru hvoru í átt til himins, spring- ur í marglitri ljósadýrð og slær töfra- ljóma á dimmbláan geiminn. Þá verða til kvæði eíns og Minning: Ég mætti speking á förnum vegi og hann sagði: — Minning er sama og endurfædd nútíð. — Minning, það er þegar ævintýrið „einu sinni var" gerist í annað eða máske þúsundasta sínni — sagði skáldið. Karlssonurinn gægðist gegnum orðin, leit í augu kóngsdótturinnar og sagði: — Minning, það erum við, þegar eilífðina dreymir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.