Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 82
272
BALDUR LINDAL
ANDVARl
sú rannsókn, sem þá var hafin, standi
ennþá yfir. Málið hefir á engan hátt
reynzt einfalt viðureignar, og enn er óvíst,
hvort öll kurl eru til grafar komin.
Saltvinnsla erlendis.
Til þess að hægt sé að gera sér ljósari
hugmynd um möguleikana hér, er gott
að hugleiða algengustu aðferðirnar er-
lendis og síðan þær nánar, sem hclzt má
hafa til hliðsjónar.
Mestur hluti saltsins er nú orðið unn-
inn úr neðanjarðarsaltlögum. Þessi lög
stafa frá uppþornuðum sjó og urðu til
á fyrri jarðtímabilum. Saltið í þessum
fornu lögum er sums staðar unnið með
venjulegum námugreftri, en annars staðar
með því að skola því upp með vatni.
Vinnsla salts með skolun fer fram á
þann hátt, að boruð er hola niður í salt-
lagið. Niður um þessa holu er þrýst vatni,
sem leysir upp saltið í viðkomandi jarð-
lagi, og vatnið berst nær mettað salti til
yfirborðsins. Slíkar borholur eru oft mjög
djúpar.
Ur þessum saltlegi er hreint salt unnið
á þann hátt, að vatnið er látið gufa burtu.
Við það myndar saltið kristalla, sem auð-
veldlega má skilja frá. Hreinir saltkrist-
allar eru glærir og teningslagaðir, þótt
sum skilyrði geti valdið margs konar
kristalþyrpingum. Stærð kristallanna er
einnig háð myndunarskilyrðum, en með
flestum saltvinnslutækjum er unnt að
hafa vald á kristallastærðinni innan tak-
marka, sem gerð tækjanna segir til um.
Vatn það, sem hér þarf að ná burtu,
nemur venjulega 3—4 kg á móti hverju
kg af salti. Uppgufunin fer fram í lok-
uðum kötlum, sem eru hitaðir með gufu.
En til þess að spara orkuna er gufa sú,
sem fæst frá vatninu í fyrsta katlinum,
notið til þess að valda uppgufun við lægri
þrýsting í þeim næsta, og svo koll af
kolli. Oftast eru minnst fjórir katlar
tengdir saman á þennan hátt. Þessi tæki
kallast margþrepa eimar og geta þeir
sparað gufu í hlutfalli við fjölda þessara
eininga í röð. í stað 4—5 kg af gufu á
móti hverju kg af salti þarf því ef til vill
aðeins um eitt kg af gufu.
Salt er einnig unnið úr söltum stöðu-
vötnum og úr sjónum sjálfum. Yfirleitt
eru þá notaðar aðferðir, scm byggjast á
náttúrlegri uppgufun. Sums staðar í suð-
lægum löndum er árstíðabundinn þurrka-
tími, svo að uppgufun vatns verður til
muna meiri en úrkoma. Þar má setja sjó
í uppistöður við ströndina og láta náttúr-
una síðan sjálfa um eiminguna. Þegar
uppgufunin er orðin hæfilega mikil, er
saltinu rakað upp. Og þrátt fyrir það,
að sjórinn er mjög þunn saltupplausn,
má vinna ódýrt salt með þessu móti.
Mestur hluti þess salts, sem við Islend-
ingar flytjum inn, er einmitt unnið á
þennan hátt.
lnnlendar aðstæður.
Það er síður en svo, að hér séu fyrir
hendi venjulegar aðstæður til saltvinnslu.
Við höfum engin saltlög falin í jörðu,
né heldur góð veðurfarsleg uppgufunar-
skilyrði fyrir sjó. En hvers vegna dettur
okkur ennþá í hug, að saltvinnsla sé hér
möguleg?
Saltinnflutningur landsmanna hefir á
undanförnum árum verið allmikill. Síðast-
liðin 10 ár hafa þannig verið flutt inn
51.000 tonn árlega að meðaltali, enda
þótt nokkrar sveiflur hafi verið á. Megin
hlutinn af þessu salti er notaður til fisk-
söltunar, en hún fer að mestu fram á
Suðvesturlandi, að Vestmannaeyjum með-
töldum. Væri saltverksmiðja vel staðsett
með tilliti til þessa markaðar, gæti dreif-
ingarkostnaður væntanlega orðið lítill-
Hins vegar er flutningskostnaður á salti
frá útlöndum oftast tvisvar sinnum hærri
en útflutningsverð frá viðkomandi landi,