Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 9

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 9
ANDVAHI JÓN ÞORKELSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR 199 varð fóturinn honum aldrei jafngóður eftir það. Varð hann árurn saman að styðjast við hækju og síðar við staf, enda haltur alla ævi upp frá þessu. Var hann þá látinn velja um það, hvort hann vildi heldur: læra úrsmíði eða fara í skóla; og kaus hann síðari kostinn. Naut hann eftir það nokkurrar tilsagnar hjá séra Páli móðurbróður sínum Pálssyni, austur á Prestbakka á Síðu. En frá honurn fór hann í latínuskólann í Reykjavík haustið 1876, þá seytján ára, og settist í fyrsta hekk. Ekki þótti Jón Þorkelsson stunda námið af neinu kappi fyrstu ár sín í latínuskólanum. Elann las þó kynstrin öll af hókum, einkum skáldskap, bæði innlendan og erlendan. Fór þá þegar að bera á því, að hann væri vel skáld- mæltur; enda varð hann oftar en einu sinni að yrkja „skólaminni" á afmælis- degi konungs. En lítið þótti sjálfstæðiskempunni síðar á ævinni til þess skáld- skapar koma; vildi og ógjarnan vera á hann minntur. — I efri bekkjum skólans sótti hann sig við námið og varð þá ágætur latínumaður, svo að hann lék sér að því að yrkja á latínu; var hann einn af þeirn fáu, sem þá list kunnu á landi hér eftir aldamótin. — Allróstusamt var í latínuskólanum síðustu ár Jóns þar, og kom hann nokkuð þar við sögu. Björn M. Olsen var þá nýlega orðinn kennari við skólann og hafði umsjón í honum. Þótti ýmsum skólapiltum hann strangur og umvöndunarsamur og undu stjóm lians illa. Var Jón Þorkelsson þeirra á meðal, enda þá þegar allmikill fyrir sér, óvæginn, ef því var að skipta, og ekki á því að láta hlut sinn fyrir neinum. Lenti honum og fleiri skólapiltum oft allharkalega saman við Björn M. Ólsen, og urðu af hörð átök, jafnvel handalögmál, í skólanum. Gefur Páll Sveinsson, sem var frændi Jóns og hon- um síðar handgenginn, í skyn, að skólavist hans hafi eitt sinn verið í nokkurri hættu af þessu, en Jón Þorkelsson eldri, sem þá var rektor og sá, hvað í nafna hans hjó, þá tekið svari hans og sagt, að slíkan pilt, svo ótvírætt fræðimanns- efni, mætti ekki flæma úr skóla. Hjá Jóni Þorkelssyni yngra eimdi lengi eftir af þessum átökum. Reit hann bækling um þau, „Ástandið og umsjónin í latínuskólanum", og birti í Kaupmannahöfn árið 1883, eftir að hann var korninn þangað; og mun seint hafa gróið urn heilt með þeim Birni M. Ólsen eftir skipti þeirra á skólaámm hans. Jón Þorkelsson útskrifaðist úr latínuskólanum vorið 1882. Var hann þá oráðinn í því, hvaða sérnám og Hfsstarf hann skyldi velja sér. Komið hafði til tals, að hann færi í prestaskólann og yrði aðstoðarprestur föður síns, sem þá Var farinn fast að cklast. En endirinn varð sá, að Jón sigldi sumarið 1882 og fók að nema norræn fræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Eins og norræn fræði vom kennd í Kaupmannahöfn á þeim árum, fjöll- uðu þau tæpast um annað en fomrit íslendinga, þau, sem fest höfðu verið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.