Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 10
200
STEFÁN PJETURSSON
ANDVAllI
bókfell fyrir 1400; enda þeir fræðimenn þá teljandi á Norðurlöndum, sem
nokkra hugmynd liöfðu um íslenzka sagnfræði eða íslenzkar bókmenntir fra
síðari öldum. Háskólanámi Jóns Þorkelssonar var því stakkur skorinn. Hn
hvort heldur það hefur verið af því, að ýmsir fengust þá við útgáfu og rann-
sóknir á íslenzkum fornritum, þar á meðal Guðbrandur frændi hans Vigfús-
son, sem þá var löngu frægur fræðimaður og átti heima í Oxford, eða hugur
hans hefur þá þegar staðið til þess, að gera miðaldasögu og miðaldabókmennt-
um íslendinga eitthvað svipuð skil og hinir fornöld þeirra og fornritum, þá
er það víst, að þegar á fyrsta vetri sínum við háskólann í Kaupmannahöfn var
Jón Þorkelsson byrjaður að kanna handritasöfn borgarinnar, einkum Arnasafn,
og afrita heimildir, sem þar fundust um sögu og kveðskap íslendinga eftir 1400.
Þess var heldur ekki langt að bíða, að árangur þess erfiðis sýndi sig í útgáfu-
starfi. Árið 1884 bauðst hann til að annast nýja útgáfu Bókmenntafélagsins á
kvæðum Stefáns Olafssonar, sem birzt höfðu rúmum sextíu árum áður á veg-
um þess í litlu, ófullkomnu kveri. Var það boð bans þegið, og safnaði hann
svo rösklega til hinnar nýju útgáfu, að „Kvæði Stefáns Ólafssonar" komu út
í tveimur bindum í Kaupmannahöfn á árunum 1885—1886, með ítarlegri ævi-
sögu skáldsins eftir Jón. Var sú útgáfa að því leyti nýjung í íslenzkum bók-
menntum, að þar var í fyrsta sinn beitt fræðimannlegum vinnubrögðum við
kveðskap þjóðarinnar á síðari öldum, þótt lengi hefði það þótt sjálfsagt við
útgáfu íslenzkra fornrita. „Ég skoða merk rit frá 16. og 17. öld alveg eins þess
verð“, sagði Jón í formála sínum fyrir Stefánskvæðum, „að við þau sé lögð
rækt, eins og þó þau væru eldri . . .“ Á sömu árum og hann vann að útgáíu
þeirra reit hann ítarlegan „Þátt um Björn Jónsson annálaritara á Skarðsá", með
skrá um ritstörf hans, þótt ekki birtist hann fyrr en í Tímariti Bókmennta-
félagsins árið 1887; sýnir hann einnig, hvert fræðimannshugur Jóns Þorkels-
sonar stefndi strax á háskólaárunum. Sótti hann þó námið, þrátt fyrir slík hjá-
verk, af kappi, enda lauk hann meistaraprófi í norrænum fræðum í Kaup-
mannahöfn sumarið 1886, eftir aðeins fjögurra ára háskólanám.
Á næstu tveimur árum sökkti hann sér niður í íslenzkan kveðskap á 15.
og 16. öld, sem þá má heita, að hafi verið fræðimönnum, ekki aðeins erlend-
um, heldur og íslenzkum, algerlega ókunnugt land. Lauk þeirn rannsóknum
hans með miklu riti, skrifuðu á dönsku, „Om digtningen pá Island i det 15.
og 16. árhundrede", sem hann varði við doktorspróf í Kaupmannahöfn og há-
skólinn sæmdi hann doktorsnafnbót fyrir sumarið 1888. Þóttu það talsverð
tíðindi, að riti um íslenzkar miðaldabókmenntir væri slíkur sómi sýndur af
háskólanum í Kaupmannahöfn, sem til þess tíma hafði aldrei talið neinar
íslenzkar bókmenntir háskólahæfar, nema fornritin. Fór Jón Þorkelsson i doktors-