Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 58

Andvari - 01.10.1960, Page 58
248 RAGNAR JÓHANNESSON ANDVABI legum hætti nema í þessu eina húsi á öllu landinu, Hótel Borg, og svo í potta- tali í Afengisverzluninni. — Þetta kvöld ákváðum við Auden ferðaáætlun okkar og brottfararstund. Ég hefi stundum verið að velta því fyrir mér, hvers vegna þetta upprennandi skáld með stórþjóðinni ensku valdi ein- mitt fsland til ferðalags þetta sumar. Hvers var hann að leita hér? Um þetta leyti grúfðu skuggalegar blikur yfir Evrópu. Uppgangur og yfir- gangur fasista í Suðurlöndum og nazista í Þýzkalandi var að ná hámarki, borgara- styrjöldin á Spáni var að brjótast út. Heimsfriðinum var í hættu stofnað og frjálsri menningu og mannlífi ógnað. Þungar áhyggjur um framtíð mannkyns og menningar hlutu því að stríða á hugs- andi menn. Auden unni mjög frjálsri hugsun og hataði einræðisstefnur af öllu hjarta. Hið geigvænlega andrúmsloft í Evrópu fékk mjög á hann — önd hans þráði hvíld. Og það hefir hvarflað að honum, að þá stundarhvíld væri ef til vill að finna hér á þessu eylandi, sem virtist svo fjarlægt viðsjám og háreysti samtímans. Staðfestingu á þessu fáum við í hinu mikla kvæði hans, „Ferð til íslands," sem Magnús Asgeirsson þýddi með mikl- um snilldarbrag. Er því rétt að hugleiða það nokkuð í þessu sambandi. í fyrri hluta kvæðisins gerir skáldið í raun og veru grein fyrir tilgangi ferðar- innar og vonum sínum um hana og landið: „Og sæfarinn óskar: Æ, sé nú hver læknir mér fjarri! og sjávamöfn skáldanna fylgjast með honum um borð: Borgleysa, Ótryggur, Svörfuður, Sorgin. Og Synjun er Norðursins orð. Og ómælissléttur hins blóðkalda veiðifisks blika, og brim er í lofti af vængjum svífandi flokks. Og undir þeim þjótandi, iðandi fána sér eyjavinurinn loks hilla undir von sína: og fannblikið nær honum færist, fjöllin, nakin og seiðsterk, um vornætur dag. Og undir þeim sandflæmi í ósum fljóta, sem árskrímsl með blævængslag. Svo megi hinn ágæti borgari furður hér finna: fjöll eins og hófspor, eimgos, sem bergrifa spýr, gljúfur og fossa og hornbjargsins háu höll, þar sem sjófuglinn býr. Of höfundur sá, er vill kynna sér kjör manna og háttu: kirkjustað biskups, sem troðið var niður í sekk, laug mikils sagnfræðings, klettey kappans, sem kvíða langnættið fékk. Og munið hinn seka, er fákur hans féll og hann mælti: ,Fögur er hlíðin, og aftur um kyrrt ég sezt, konuna gömlu, sem vitnaði: ,,Eg var þeim verst, er ég unni mest.“ Því Evrópa er fjarri, og einnig þá raunveruleikinn. Við öræfa- og söguhefð landsins þeir kaupa sér dvöl, sem dreymir sitt líf vera í óþökk, til einskis, og andlitin fölu, sem böl of heitra tálkossa tærði, á þess öræfum laugast. En tckst það? . . .“ Hér verða þáttaskil í kvæðinu. I seinni hlutanum gerir skáldið grein fyrir von- brigðum sínum: Nútímamaðurinn getur

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.