Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1960, Side 79

Andvari - 01.10.1960, Side 79
ANDVARI EINN KEMUR ÖÐRUM MEIRl 269 aSaráætlun sinni þegar í upphafi tafls og vinnur síSan leynt og ljóst aS takmarki sínu, unz yfir lýkur. A3 jafnaSi varast hann aS flækja tafliS mjög mikiS, heldur reynir aS viShalda hreinum línum, en oftast er þunginn svo mikill undir niSri, aS andstæSingurinn áttar sig ekki fyrr en í óefni er komiS. Gagnvart þessum formfasta skákstíl eiga veikari andstæS- ingar erfitt uppdráttar og hin ískalda ró og viljafesta, sem býr aS baki honum, hefur lýjandi og oftast seigdrepandi áhrif á þá, sein sterkari eru. Enda þótt Bot- vinnik aShyllist þannig fyrst og fremst „positiontaflmennsku", er hann mjög al- hliSa skákmaSur, sem náS hefur full- komnun á fleiri sviSum skákarinnar. Sjálfur segir hann: „ÞaS er ljóst, aS unnt er aS tefla skák á fleiri en einn veg, og sérhver skákstíll, sem leiSir til sigurs, telst góSur. Hins vegar hefur skákmaSurinn rneiri möguleika á því aS sigra, ef hann er alhliSa, því aS þá er hann vel brynj- aSur gagnvart þeim mörgu ólíku stöSum, sem upp geta komiS í hverju tafli.“ Bot- vinnik reynir aS beina hverri skák inn á þann farveg, sem honum hentar, en hann er fljótur að viSurkenna ósigur sinn og sveigja inn á þær brautir, sem staSan krefst, ef honum mistekst þetta. Þetta er hiS sanna aSalsmerki góðs skákmanns. Tal er aftur á móti hinn mikli „tak- tiker“ og leikfléttumaður. Hann stýrir ótrauður út í flóknar og tvísýnar stöður, því að hann treystir takmarkalaust hauk- fránni sjón sinni og hæfileikum til skjóts útreiknings. Stundum verður honum hált á dirfsku sinni, en miklu oftar er það andstæðingurinn, sem ratar ekki hinn rétta veg og lendir í einhverri djúphugs- aðri gildru Tals. Tal reynir umfram allt að halda spennu í stöðunni, á yfirborð- inu virðist allt með felldu, en undir niðri kraumar og vellur, og fyrr en varir er allt komið í háa loft. Ymsir vilja líkja Tal við eldtjall, sem gosið getur á hverri stundu, og er sú samlíking ekki fjarri sanni. Ekki gæti þessi lýsing á skákstíl Tals talizt fullkomin, ef þess væri ekki getið, að hann notar sér sálfræðilegan þankagang til framdráttar, og er þetta ef til vill einhver veigamesti þátturinn í viðhorfi hans til skákarinnar. Elann leik- ur oft vitandi vits vafasömum og tvíeggj- uðum leikjum, og verður þetta til þess, að andstæðingurinn ver miklu af um- hugsunartíma sínum til að ákveða, hvernig hann fái bezt hagnýtt sér „fing- urbrjótinn". Þegar hann er svo búinn að byggja upp hagkvæma stöðu og ætlar að neyta aðstöðumunarins, er tírninn á þrot- um, og Tal veitist sjaldan erfitt að snúa skákinni sér í hag. Mýmörg dæmi þessa getur að líta frá heimsmeistaraeinvíginu síðasta og ætla ég að tilfæra hér nokkur þeirra. 3. skák: Tal teflir byrjunina djarflega, en Botvinnik lætur ekki snúa á sig og tekst að fá betri stöðu. Hann hefur hins vegar eytt miklu af tíma sínum, og þegar til átaka dregur, er tíminn á þrotum. Tal tekst að villa um fyrir andstæðingi sín- um, fórnar manni, en nær ekki nema þráskák. 5. skák: Aftur teflir Tal djarflega, en Botvinnik tekst að leiða hjá sér allar flækjur og fá fram hagstætt endatafl. Sem fyrri daginn er þetta á kostnað tím- ans, og Botvinnik heppnast ekki að not- færa sér yfirburði sína. Skákin endar í jafntefli. 9. skák: I þetta sinn fórnar Tal manni í byrjuninni, en Botvinnik sýnir fram á, án þess að eySa ýkja miklum tíma, að fórnin á ekki rétt á sér. Tal hefur í eitt skipti orðið hált á dirfsku sinni. 17. skák: Staðan í einvíginu fyrir þessa skák er 9:7 Tal í hag, og flestir búast

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.