Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1960, Side 13

Andvari - 01.10.1960, Side 13
ANDVARI JÖN ÞORKELSSON I>JÓÐSKJALAVÖRÐUR 203 þess. Var honum heitið til verksins nokkrum árlegum styrk úr ríkissjóði Dana og öðrum jafnháum úr landssjóði íslendinga; en prentunarkostnað tók Bók- menntafélagið, sem áður, að sér að greiða. Var útgáfa Fornbréfasafnsins þar með tryggð, enda hafin á ný árið 1888, er Jón Þorkelsson hafði lokið doktors- prófi. Hannes Þorsteinsson liafði það síðar eftir Jóni, að honum hefði ekki litizt á, er hann fór að fást við verkefnið og sá, hve umfangsmikið það var; en ómetan- legur styrkur var honum, nýliðanum í þessu starfi, að því, að Jón Sigurðsson hafði viðað að sér geysilegu efni til Fornbréfasafnsins langt fram eftir öldum, allt til 1600. En sjálfur var Jón Þorkelsson þá þegar hin mesta hamhleypa til vinnu; enda lét hann hendur standa frarn úr ermum. Flætti liann að vísu öllum sögulegum skýringum við bréfin og lét að jafnaði ekki prenta texta þeirra nerna í einni gerð, — með orðamun handrita neðanmáls, — enda taldi hann það rétti- lega óþarft, þegar frumrit væru til. En fyrir bragðið rak nú hvert bindi Forn- bréfasafnsins annað, fyrst í Kaupmannahöfn, frarn að aldamótum, síðan í Reykjavík, svo að samtals tókst Jóni Þorkelssyni að koma út tíu bindum Fom- hréfasafnsins á þeim þrjátíu og sjö árum, sem honum varð auðið eftir að hann tók við útgáfu þess; ná þau yfir tímabilið 1264—1550. En fullsafnað hafði hann auk þess til þeirra fjögurra binda, sem síðan hafa við bætzt — þau ná til 1570 — og Páll Eggert Ólason gaf út. Ekki var öllum það Ijóst, hvílíkt þrekvirki Jón Þorkelsson vann fyrii íslenzka þjóðarsögu með útgáfu Fornbréfasafnsins. Má vel sjá það á formála hans fyrir þriðja bindi þess, árið 1896, þar sem hann taldi það að vísu „ekkert tiltökumál, þótt öllum þorra á Islandi þyki Fornbréfasafnið nokkuð þurrt ákomu; en á lúnu átti ég síður von“, sagði hann, ,,að flestir skynsamir og menntaðir menn skildi ekki, . . . að það er ekkert rit til, sem er eins áríðandi fyrir sögu lands- ins fyrr á öldum í öllum greinum, að gefið sé út, eins og Fornbréfasafnið. Á nieðan fornskjölin liggja óprentuð, er alveg ómögulegt að vita eða skrifa nokkuð til hlítar um hag landsins eða sögu langt fram eftir öldum“. Flafa sannari orð ekki verið sögð af öðrum um gildi Fornbréfasafnsins fyrir sögu landsins; enda mun það lengi reynast óbrotgjam minnisvarði um fræðimannlegt afrek Jóns Þorkelssonar við útgáfu þess. Vel hefði útgáfa slíks stórvirkis, sem „íslenzkt fornbréfasafn" var, mátt verða Jóni Þorkelssyni ærið ævistarf. En það var öðru nær, en að svo yrði. Kom það allt til í senn, að hann var ágætlega fær maður til fræði- og ritstarfa, fljótur að átta sig á hverju viðfangsefni og starfsþrekið óbilandi; en tekjurnar, að minnsta kosti á Kaupmannahafnarárunum, svo rýrar, þrátt fyrir styrkinn til Fornbréfasafnsins, að hann varð að hafa öll spjót úti til að drýgja þær. Árið 1885 hafði hann kvænzt, þá enn við háskólanám, Karólínu Jónsdóttur bónda á

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.