Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 48

Andvari - 01.10.1960, Page 48
238 WILLIAM IIHINESEN ANDVARI — Það cr kona, sem er að ala barn! öskraði hann inn í eyrað á meðvit- undarlausan manninn. Það getur varðað mannslíf! — Ef til vill tvö mannslíf! bætti Gregersen við. — Hvað er á seyði? hrópaði Einar Benediktsson. Skáldið var stokkið upp af bekk sínum og stóð nú og klóraði sér í hnakkanum, illa til reika og brá grönum. Augun í honum urðu eins og glóandi kol, þegar hann heyrði hvað um var að vera. — Björn er dauðadrukkinn! sagði hann. Komið þið, við klæðurn hann úr og förum með hann út á þilfar . . . — Læknirinn var léttklæddur og það var hægðarleikur að ná honum úr fötunum. Síðan drógu mennirnir þrír hinn digra og kafloðna risaskrokk út í ískalt loftið á kulborða. Læknirinn gerði nokkrar tilraunir til að herða sig upp og hló djúpum afkáralegum hlátri, en rnissti jafnharðan vald á sér, svo að þeir urðu að styðja liann til þess að hann skylli ekki á þilfarið. — Sæktu dollu, sagði skáldið, og þegar brytinn hikaði, öskraði hann inn í eyra honum: — Elver fjandinn er þetta, rnaður, náðu í dollu, segi ég! Brytinn kom með fötu og fékk hana skáldinu, sem steypti þegar í stað úr henni yfir höfuð lækninum og kærði sig kollóttan, þótt hinir fengju líka Ijótar slettur á föt sín. Nú færðist líf í björninn, hann rak upp nokkur öskur og fór að skjálfa og blása. — Hver andskotinn? stundi hann. Stjörnur? — Jólastjörnur! hrópaði skáldið. Jómfrú er að ala barn! Þú átt að hjálpa því í heiminn, og það nú þegar á þessari stundu. Skilurðu nú? Nú var læknirinn fluttur inn í salinn aftur og nuddaður með baðhand- klæði. Hann fnæsti og hvæsti, en allt í einu fór hann að hósta alls gáður og hnyldaði brúnirnar. Honurn var batnað, hann vatt sér í sloppinn og gekk hvatlega á brott með brytanum. Skáldið drakk í kyrrþey og einn síns liðs vænan teyg úr flöskunni. Gre- gersen vélstjóri fór aftur að leggja kapalinn. Ursrniðurinn var vaknaður. Hann sat á legubekknum og þrýsti báðum höndum að kviði sér. Hann virtist þjáður. Skáldið fyllti glas hans: — Svona, vinur minn! sagði hann þýðlega. Síðan bætti hann við og beindi orðum sínum til Gregersens: — Balthazar er veikur. Hann er á leið til Hafnar til að láta skera sig upp. — Er það svo alvarlegt? sagði vélstjórinn og sópaði spilunum saman. — Krabbi! andvarpaði Balthazar, lyfti glasinu og drakk þeim til.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.