Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Síða 10

Andvari - 01.10.1962, Síða 10
248 KTUSTJÁN ELDJÁRN ANDVARI fögrum morgni að koma út úr bæjardyr- unum og heilsa þeirri fjalladýrð, sem viS lilasti. Beint við bæjardyrunum horfir Hekla sjálf hinum megin Þjórsár, án þess nokkurt leiti beri á milli, ofar er Valafell og enn fleiri tigin fjöll. Til bægri i átt til Stangar eru grösugar hlíðar fjallsins, en til vinstri sér í svartan bakka Hólaklifs rétt fyrir innan bæinn. En í tungunni fram af hlaðinu er ræktað tún og tún- garður þvert fyrir neðan milli giljanna, að baki bæjarins er svo brött brekka með liömrum efst, þar sem hrafninn verpur. Við göngum inn um bæjardyrnar. Þar er skuggsýnt, - - það var ekki birtunni fyrir að fara í gömlu íslenzku húsunum, þar sem cngir voru gluggar og bjargast varð við glætuna niður um ljórann. I sí- felldu rökkri og reyk frá opnum eldstæð- um þessara húsa hafa menn þó unnið hin vandasömustu nostursvcrk, konur ófu bönd í spjöldum, skrifarar sátu við að rita og lýsa hinar frægu skinnbækur, sem nú cru skoðaðar við kvarzlampaljós. En þetta cr útúrdúr — við erum stödd í bæn- um í Gjáskógum, og þar hafa víst aldrei verið skrifaðar bækur. Okkur birtir fyrir augum, og við sjáum að við erum stödd í aflöngum skála, sæmilegu húsi, 14—15 m að lengd. Gólfið er svart af viðarkola- ösku, en á miðju gólfi er eldstæði. Elér hafa menn getað látið gera sér eld að baka sig við, en einkum hefur þctta hús verið svefnhús heimilisfólks og með báðum veggjum liafa verið hvílurúm manna. Af vesturenda skálans sjáurn við að dyr ganga til stofu. Hún er miklu minna hús en skálinn, aðeins 6 metra löng og röskir þrír metrar á breidd, en hún er þokkalegt hús með troðnu gólfi og setbekkjum mjó- um úr timbri við báða langveggi. í stof- unni hefur fólkið setið við vinnu sína á vetrum, við flöktandi glætuna frá fífu- kveik í flatri steinkolu. Hér hafa verið kveðin kvæði og sögur sagðar um hreysti- verk fyrri tíðar manna. Því ekki það, en hitt er þó enn vissara, að hér hefur verið mikið spunnið og ofið, enda finnst hér í gólfi snældusnúður og kljásteinar all- margir, og þetta hús hefur einkum vcrið ríki kvennanna, því að ekkert sérstakt eldhús er á þessurn bæ, en matseld hefur farið fram hér í stofunni. I horni við innri gafl eru hlóðir, með ösku mikilli í og steinum til að bagræða eldi og eldi- við og til að skorða potta. Líkast til hefur þeim einhvern tíma súrnað i augum, sem á bekkjunum sátu, meðan eldakona bjástr- aði að starfi sínu við stóna. Þetta voru aðalhús bæjarins, þessi tvö langhús, sem standa hvort af annars enda. En fleiri vistarverur eru í þessum híbýl- um. Á bakvegg skála eru tvennar dyr að litlum húsum, sem reist eru að baki og þvert á aÖalhúsið. Annað þeirra er búr og þekkist auðveldlega á því, að þar hefur verið jarðkerald í gólfi, skyrsár, sem að nokkru var grafinn niður í gólfið, og er slíkt fyrirkomulag alkunna úr fornöld og reyndar einnig miklu síðar á tímum. En sárinn er aðeins einn og ekki vonum stærri, hér hefur sennilega ekki verið margt fólk í heimili og ekki þurft að safna miklum vetrarforða eins og á stórbýlun- um. Hitt afhýsið er mjög mjótt, og grafin renna eða skurður fram með öðrum lang- vegg og hefur útrás á hliðveggnum inni við gafl. Þetta hefur verið kamar, og þótt heimilisfólkið væri ekki margt hefur því þótt sjálfsagt að í þessu húsi væru set- ur svo rúmgóðar, að fleiri en einn gætu gengiÖ þangað í senn til samlætis og skemmtunar, meðan þeir gegndu öðrum erindum. 4 Þá er lýst lúbýlakostinum í Gjáskógum og nútímamaðurinn spyr: Ilve stór er íbúðin? Mundi þetta samsvara þremur herbergjum og eldhúsi á vorum dögutn? Gólfrýmið a 1:11 er um 90 fermctrar, eigum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.