Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 23

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 23
ANDVARI LANDVÆTTIR OG ÁLFAR 261 sögn Gotasögu var Gotland upphaflega svo álögum bundiS (eluist), að það sökk um daga, en var uppi á nóttum. En eftir að eldi var þar komið í land, sökk það aldrei. í norskum þjóðsögnum frá síðari öldum er skýrt frá dularfullum eyjum, sem einungis voru uppi með köflum, og um Svíney í Færeyjum var sagt, að hún hefði fyrrum verið fljótandi, en fest fyrir tilstilli stáls. (í yngri þjóStrú norrænni er töfrakraftur stáls mjög rómaður til flestra hluta og því eðlilegt, að það geti komið í eldsins stað). Engin ástæða er þó til að ætla, að slík trú um tímabundna töfratilveru hafi nokkru sinni komið upp um ísland. Heim- ildir benda engar í þá átt, og stærð lands- ins gerir slíkt ólíklegt, ef ekki óhugs- andi. En Island hefur átt sameiginlegt með þessum eyjum, að því réðu mátt- ugar vættir, sem nálgast varð með varúð og virðingu. Hér er þó ekki um neitt sér- kenni eylanda að ræða, heldur hefur sama eða svipað átt við um öll óbyggð lönd og landsvæði á Norðurlöndum. Til þess að setjast þar að eða nytja landið á annan hátt, þurfti fyrst að vingast við eigendur landsins, vættirnar, eða a. m. k. gera þær skaðlausar með föstum trúar- siðurn eða töfrum. í því sambandi hefur eldurinn verið þýðingarmikið tæki. Á landnámsöld íslands gegnir siður- inn að fara eldi um landnám sitt tvö- földu hlutverki. Auk trúar- og töfraþýð- ingar sinnar hefur hann réttarfarslegt gildi, sýnir og tryggir eignarrétt landnemans á landinu. En milli þessara tveggja hlut- verka er yfirleitt ógerningur að greina; þau eru samanfléttuð og hafa bæði verið þýðingarmikil fyrir landnámsmanninn. Lagagildi siðarins er þó án efa reist á upprunalegri trúarþýðingu hans. Sá, sem með aðstoð elds hefur náð vakli á ákveðn- um stað og unnið vættir hans, er þar með einnig orðinn réttur eigandi staðar- ins gagnvart mönnum. Landvætta er berum orðum getið nokkrum sinnum í íslenzkum fornritum, þó ekki eins oft og nútímamenn hefðu kosið. En aðrar beinar heimildir urn þær eru ekki til, þótt myndina megi fylla eftir öðrum leiðum, samanburði við eðlis- líkar trúarhugmyndir annars staðar og yngri þjóðtrú. Þjóðsagnir síðari tíma verður þó sakir tímamunarins að nota með varúð og fyrst aS undangenginni rannsókn á þeirn, þar sem allir yngri og aÖkomnir þættir cru skildir frá. Eand- náma hlýtur hér sem oftar að vera megin- heimildin. „Það var upphaf hinna heiÖnu laga, að menn skyldu eigi hafa lröfuðskip i haf, en ef þeir hefði, þá skyldi þeir af taka höfuð, áður þeir kærni í landssýn, og sigla eigi að landi með gapandi höfð- um og gínandi trjónum, svo aS land- vættir fælist við.“ Þetta ákvæði Ellfljótslaga, sem án efa er rétt hermt, sýnir, hve rik áherzla var lögð á, aS landvættum væri ekki mis- boÖiÖ. Mann grunar, að mikið hafi veriÖ í húfi. Af Egils sögu má fá nokkra hug- mynd um, hvað við lá, ef út af var brugðið. Þegar Egill er á förum frá Nor- egi, eftir aS Eiríkur konungur blóðöx hefur gert hann útlægan, segir sagan: „Búast þeir ti:l að sigla, og er þeir voru seglbúnir, gekk Egill upp í eyna. Hann tók í hönd sér heslistöng og gekk á bcrgs- nös nokkra, þá er vissi til lands inn. Þá tók hann hrosshöfuð og setti upp á stöng- ina. Síðan veitti hann formála og mælti svo: „Hér set eg upp níðstöng, og sný eg þessu níði á hönd Eiríki konungi og Gunnhildi drottningu," — hann sneri lirosshöfðinu inn á land, — „sný eg þessu níði á landvættir þær, cr land þetta hyggja, svo að allar fari þær villar vega,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.