Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 76

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 76
314 JÓN GÍSLASON ANDVARI um rekur praeses, eins og nafnið bendir til, sögu hinna helztu Hómersþýðinga. Kveðst hann í þvi efni hafa fylgt að mestu ritinu Georg Finsler: Homer in der Neuzeit von Dante bis Goethe, Leip- zig 1912. — En praeses minnist hér eigi aðeins á þýðingar á kviðunum, heldur getur hann einnig hinna helztu útgáfna þeirra, þ. e. frumtextans fram á daga Sveinbjarnar. Var þess og full þörf. En tvennt tel ég þó, að verið hefði eigi síður nauðsynlegt, áður en samanburður á þýð- ingu og frumtexta hófst: í fyrsta lagi glögg greinargerð um stöðu Flómersrann- sókna á dögum Sveinbjarnar og í öðru lagi: annars vegar lýsing á stíl Flómers og eðli skáldskapar hans og hins vegar samanburður á heimi, anda og stíl Hóm- ers og fornbókmennta vorra. 1 rauninni er engan veginn unnt að gera viðfangs- efninu, „Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar", full skil, fyrr en Ijóst er orðið, hvers vegna latínuskólakennari hérna norður á hjara veraldar, þó að ágætur væri, hafði að öðru jöfnu skil- yrði til að þýða kviður Hómers betur en nokkurrar annarrar þjóðar menn. Og þessari spurningu hefði átt að gera tilraun til að svara, áður en samanburður á þýð- ingu og frumtexta hófst. Llm fyrra atriðið, stöðu Hómersrann- sókna á dögum Sveinbjarnar, er ekki kostur að ræða hér að gagni. A það má þó benda, að einmitt um aldamótin 1800 voru að gerast ýmis tákn og stórmerki í hinum fornklassísku fræðum. Praeses getur réttilega um Friedrich August Wolf og kennara hans, Christian Gottlob Fleyne. Báðir eru þessir menn taldir meðal frumherja fornmenntanna klass- ísku. Báðir gáfu þeir út kviður Hómers, Heyne að vísu aðeins Ilíonskviðu. En hér, þegar minnzt var á Wolf, tel ég, að ágætt tækifæri hefði verið til að skyggnast nánar um á sviði Hómersrann- sókna, tækifæri, sem praeses hefur ekki hagnýtt sér sem skyldi. Að vísu drepur hann aðeins á efni hins fræga rits Wolfs. Segir praeses í þessu sambandi orðrétt: „Ilafnaði Wolf hinni fornu kenningu um Hómer sem höfund kviðnanna1) á þeim grundvelli, að þær hafi orðið til meðal manna, er þekktu ekki til ritlistar, og samning þeirra því ekki verið á eins manns færi.“ — Þetta orðalag er dálítið villandi fyrir þá, sem ókunnugir cru málavöxtum. Kenning Wolfs var í stuttu máli þessi: 1. Kvæði Hómers voru ort, áður en ritöld hófst. Kviðurnar lifðu í munnlegri geymd og hlutu því að brevt- ast í rás tímans bæði vitandi og óafvit- andi í höndum kvæðamannanna, hraps- ódanna". — 2. Er kviðurnar höfðu verið skráðar um 550 f. Kr. b., urðu þær enn fyrir breytingum. Þær breytingar voru gerðar vitandi vits af gagnrýnendum, sem viklu fága verkið og setja á það til- tekin málhlæ í samræmi við það, sem þeir töldu rétt vera, eða láta það lúta ákveðnum listrcglum. —- 3. Ilíonskviða er listræn heild og Odvsseifskviða er það í enn ríkara mæli. En sú staðreynd verður ekki rakin til hinnar upprunalegu gerðar kvæðanna, heldur hefur þessi heildar- svipur .verið mótaður síðar. — 4. Hin upprunalegu kvæði, sem Ilíons- og Odys- seifskviða hafa verið settar saman úr, voru ekki öll eftir sama höfund. Hins vegar ber Wolf engar brigður á, að megnið af kvæðunum, sem siðar mynd- uðu Ilíons- og Odysseifskviðu, hafi Flómer ort. Hann gekk t. d. ekki lengra cn svo, að hann taldi mögulegt, að Ilíonskviða væri eftir sama höfund, sem einnig hefði ráðið skipan hinna einstöku kvæða, að undanskildum síðustu sex þátt- unum. — í rauninni dró Wolf þó eigi þær ályktanir af kenningum sínum, sem 1) Leturbreyting mín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.