Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 77

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 77
ANDVARI HÓMER OG HÓMERSÞÝÐINGAR 315 hann hefði átt að gera. Hann gerði enga tilraun til að leysa kviðurnar upp í ein- stök upprunalega sjálfstæð kvæði. Hins vegar kom hinn gamli og ágæti kennari Wolfs, Christian Gottloh Heyne, fram með þá snjöllu kenningu í athugasemd- um sínum við 24. þátt Ilionskviðu í út- gáfu sinni á Ilíonskviðu 1802, að Ilíons- kviða væri safn forníónskra kvæða, sem óviðjafnanlegur skáldsnillingur hefði síðan steypt saman í eina listræna heild með því að hagnýta sér sögnina um reiði Akkillesar sem e. k. safngler, kjarna, sem allt annað efni skipaðist um á listrænan hátt. Þess hefði mátt geta, að tveir af próf- essorum Kaupmannahafnarháskóla í klass- ískum fræðum um daga Sveinhjarnar voru nemendur Heynes, þ. e. a. s. N. I. Schow og Fr. Múnter, síðar biskup á Sjálandi. En rætur þeirrar kenningar, að höf- undur Ilómerskviðna sé ekki einn, held- ur séu þeir margir, má rekja aftur til fornaldar. Praeses hefur réttilega drepið á fyrirrennara Wolfs, þá d’Aubignac, Herder, Wood og Heyne, en hins vegar hefur hann ekki látið þess getið, að vitneskjan um það, að uppi voru kenn- ingar í fornöld um marga höfunda Hóm- erskviðna, varð til þess að hvetja Wolf til að fara inn á þá braut, sem hann greinir frá í Prolegomena. Ritið, sem kom Wolf á sporið í þessu efni, hefur praeses láðst að minnast á, en það var scholia eða hinar fornu skýringar með því handriti Ilíonskviðu, sem nefnist Codex Venetus A. Handrit þetta er frá 10. öld, varðveitt í San Marco-bókasafn- inu í Feneyjum. Á handriti þessu er ekki einungis öll Uíonskviða, heldur einnig inngangur og skýringar, svo nefnd scholia. Scholia þessa hirti Villoison fyrst á prenti 1788. Var það mikill merkisviðburður í sögu Hómersrannsókna. Þcirrar vitneskju, sem menn fram að þeim tíma höfðu haft urn Hómersrannsóknir lærdómsmann- anna í Alexandríu á 3. og 2. öld f. Kr. b., höfðu þeir aflað sér í óljósri og oft brenglaðri mynd úr hinum umfangs- miklu skýringum Evstathíusar biskups í Þessalóníku á 12. öld, sem hann samdi við Hómerskviður. Skýringar þessar höfðu verið prentaðar þegar á 16. öld. Gætir áhrifa þeirra síðan mjög á allar skýringar, sem menn sömdu við kviður Hómers, unz Villoison gaf út skýring- arnar, sem fylgja Codex Venctus A af Ilíonskviðu. Skýringar þessar eiga að stofni til rót sína að rekja til lærdóms- mannanna í Alexandríu. Þessurn þraut- þjálfuðu fornu málfræðingum og gagn- rýnendum gat ekki dulizt ýmislegt mis- ræmi og mótsagnir í Plómerskviðum. Að vísu vildu þeir ekki víkja frá þeirri skoð- un, að höfundur Ilíons- og Odvsseifs- kviðu hefði upphaflega verið einn, þ. e. Flómer, en misræmið og mótsagnirnar í kviðunum skýrðu þeir á þessa leið: Hómer, sein aldrei minnist á skrift cða skriftarkunnáttu, hefur heldur ekki kunnað að skrifa. í langri munnlegri geymd hefur hin upphaflega mynd Flómerskviðna brenglazt á marga lund og innbyrðisröð kvæðanna raskazt. Loks hafi svo Peisistratos einvaldi í Aþenu á 6. öld safnað saman hinum dreifðu hetju- ljóðum Hómers og komið endanlegri skipan á þau. En þessi scholia eða fornu skýringar, sem Villoison gaf út 1788, mörkuðu einnig að öðru ‘leyti tímamót í Hómersrannsóknum síðari tíma. Með útgáfu þeirra var nú í fyrsta skipti um langan aldur unnt að leggja rétta mcrk- ingu í ýmis orð í Hómerskviðum, scm höfðu ekki verið skýrð til þessa eða höfðu þá vcrið algerlega misskilin. Samt á Flómersgagnrýni síðari alda ekki beinlínis rætur að rekja uppruna- lega til þessara fornu hugmynda Aristar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.