Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 108

Andvari - 01.10.1962, Page 108
346 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI gríms er einnig aðalefni Egilssögu í hnot- skurn. Hún lýsir þeirri uppreisn gegn norska konungsvaldinu, er varS upphaf íslenzkrar þjóSar, uppreisn manndómsins, aS visu frumstæSs, jafnvel ruddalegs manndóms, gegn ófyrirleitnu kúgunar- valdi, sem læSist aS meS gýligjöfum og „vinsamlegum" kveSjusendingum, en þó uppreisn atgervis og þess vilja til sjálf- stæSis, sem gerir menn aS mönnum og þjóS aS þjóS. Egilssaga er rituS tii aS segja frá þessari uppreisn manndómsins, sem varS upphaf íslenzkrar þjóSar, ís- lenzkrar sögu og íslenzks sjálfstæSis. Þegar þaS er ljóst orSiS, aS vísa Skalla- gríms geymir aSalefni Egilssögu í hnot- skurn, hlýtur sú spurning aS vakna, hvort vísan sé kveikja sögunnar, þ. e. aS sagan hafi orSiS til vegna vísunnar, eSa sagan hafi veriS kveikja vísunnar, þ. e. vísan orSiS til vegna sögunnar. Gjarna hefSi ég kosiS hiS fyrra, en liitt þykir mér sennilegra. Tvennt hefur bent mér í þá áttina. AnnaS er þaS, aS mér hefur ekki dulizt, aS samband hlýtur aS vera milli vísu Skallagríms og vísu Einars Þveræ- ings. ÞaS getur naumast veriS nema á einn veg: Sá er orti vísu Skallagríms þekkti eSa kunni áSur vísu Einars. Hitt er orSiS ringa, „þaS er ringa gjöf“, í vísu Skallagríms. Þetta er tökuorS, sama orSiS og ringe í dönsku, líklega komiS til Is- lands frá Þýzkalandi yfir Björgvin í Nor- egi, og fræSimönnum ber saman um, aS þaS geti ekki hafa veriS svo snemma á ferS, aS Skallagrímur hafi notaS þaS. Því hafa þeir reynt aS yrkja upp til aS losna viS þaS, en fyrir þeim uppyrkingum eru ekki til nein frambærileg rök, í handrit- um stendur ýmist ringa eSa hringa, sem eflaust er önnur mynd sarna orSs, þannig til komin, aS Islendingar á 13. öld vissu, aS li féll niSur í ýmsum norskum mál- lýzkum á unda.n r. En hafi Skallagrímur ekki ort vísuna, er eigi öSrum til aS dreifa en höfundi Egilssögu, Snorra Sturlusyni. Enginn var heldur líklegri til aS skilja þaS, aS Egilssaga eigi aSeins þarfnaSist vís- unnar, heldur beinlínis krafSist hennar. Frændur okkar NorSmenn hafa trúaS því, aS Snorri Sturluson hafi meS frásögn- unum í Heimskringlu um glæsileg afrek þjóSar þeirra á einingaröld, sjálfstæSis- öld og hetjuöld hennar gefiS henni þrek til aS lifa af hörmungaraldir þær, er á eftir fóru, sem sérstæS þjóS, og ávinna sér sjálfstæSi meS nýrri öld. Því hafa þeir raunverulega tekiS hann í heilagra manna tölu. ViS íslendingar höfum viSurkennt hann sem mestan ritsnilling okkar, og viS höfum þakkaS honum þaS, aS hann hafi gefiS okkur skilning á fornum kveS- skap þjóSar okkar og treyst samhengiS í bókmenntum okkar meS Skáldskapar- málum sínum í Eddu. En viS höfum lagt trúnaS á þær dylgjur pólitískra andstæS- inga meSal samtíSarmanna hans, aS hann liafi veriS konungssinni eins og þeir, gerzt jafnvel fólgnarjarl, það er leynijarl, Skúla BárSarsonar, er Skúli glæptist til aS taka konungsnafn í Noregi. Er það þó auS- velt til skilnings, aS ólíklega hefði svo vitur maSur sem Hákon konungur Hákonarson aS Skúla dauðum óttazt mann, sem svo hefði hrapaS til konungs- þjónustu sem Snorri hefði þá, og gert sér þá fyrirhöfn aS hrugga honum banaráð. Nú, er viS vitum hlutdeild Snorra í ræðu Einars Þveræings og þaS meS, aS hann hefur samiS og ritaS sögu Egils Skalla- grímssonar, söguna um upphaf íslenzku þjóðarinnar og uppreisn gegn hinu er- lenda valdi, konungsvaldinu norska, þarf eigi annarra vitna viS um hug hans um þau efni, er varða sjálfstæði þjóðar- innar, eigi heldur um þaS, hver bezt tendraði þann kyndil, er lýsti þjóðinni í myrkri þeirra alda, er á eftir fóru. Því her okkur ekki minni, heldur meiri skylda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.