Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 22
20
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
sé ekki nokkur vafi að sr. Sigurður hafi yfirleitt verið mjög vel látinn
sem prestur á Selfossi og það var í fullu samræmi við það að hann
skyldi verða kjörinn heiðursborgari Selfossbæjar.
Prestsfrúin
Það væri óhugsandi að skrifa um sr. Sigurð Pálsson án þess að segja
eitthvað um eiginkonu hans í leiðinni. Hvað sem mönnum kann að
finnast um þá staðhæfingu að karl og kona verði eitt þegar þau
ganga í hjónaband þá er það örugglega rétt um Stefaníu og sr. Sig-
urð, og margir hafa látið þá skoðun sína í ljós að þau hjónin hafi í
raun bæði gegnt prestsembættinu,9 svo dyggilega studdi hún mann
sinn í starfinu. Stefanía er og verður, ekki síður en maður hennar,
mjög minnisstæð þeim er kynntust henni. Hin mikla og fagra söng-
rödd hennar, einstæð gestrisni og gjafmildi, óvenjulega gott skap,
sem birtist ekki síst í smitandi hlátri hennar; ákveðni hennar og ósér-
hlífni voru allt eiginleikar sem gerðu hana eins og kjörna til að gegna
hinu vandasama og þýðingarmikla hlutverki prestsfrúarinnar. Það
var því engin tilviljun að Stefanía skyldi valin sem fulltrúi íslenskra
prestskvenna þegar prestskonunni var helgaður þáttur i 50 ára af-
mælisriti Prestafélags Suðurlands. Viðtalið sem þar birtist við hana
er merk og þýðingarmikil heimild í kirkjusögu 20. aldar.10
Sem barn hafði Stefanía alist upp við mikinn söng og kunni
snemma fjöldann allan af söngvum, einkum trúarlegum, og alla ævi
hélt hún áfram að syngja. Það var unun hennar og yndi. Ýmsir hafa
látið sterk orð falla um mikla sönghæfleika hennar, til dæmis bent á
að ekki heyrðist minnsta þvingun þegar hún tók hina hæstu tóna.
Tónskáld hvöttu hana til að syngja inn á hljómplötu og margir létu
þá skoðun í ljós að hún gæti náð mjög langt á söngsviðinu ef hún færi
í söngnám og helgaði sig söngnum. En samt kom henni það aldrei í
hug, og ég hygg að það sé hárrétt sem sr. Sigurður, sonur hennar,
sagði í samtali við mig að vafasamt væri að þessi rödd hefði getað
nýst betur en hún gerði, jafnmikið og hún var notuð í þágu kirkjunn-
ar og hins kristna boðskapar.
Stefanía fæddist 9. febrúar 1909 að Byggðarhorni í Flóa. Foreldrar
hennar voru Gissur Gunnarsson og Ingibjörg Sigurðardóttir og áttu