Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 22
20 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON ANDVARI sé ekki nokkur vafi að sr. Sigurður hafi yfirleitt verið mjög vel látinn sem prestur á Selfossi og það var í fullu samræmi við það að hann skyldi verða kjörinn heiðursborgari Selfossbæjar. Prestsfrúin Það væri óhugsandi að skrifa um sr. Sigurð Pálsson án þess að segja eitthvað um eiginkonu hans í leiðinni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þá staðhæfingu að karl og kona verði eitt þegar þau ganga í hjónaband þá er það örugglega rétt um Stefaníu og sr. Sig- urð, og margir hafa látið þá skoðun sína í ljós að þau hjónin hafi í raun bæði gegnt prestsembættinu,9 svo dyggilega studdi hún mann sinn í starfinu. Stefanía er og verður, ekki síður en maður hennar, mjög minnisstæð þeim er kynntust henni. Hin mikla og fagra söng- rödd hennar, einstæð gestrisni og gjafmildi, óvenjulega gott skap, sem birtist ekki síst í smitandi hlátri hennar; ákveðni hennar og ósér- hlífni voru allt eiginleikar sem gerðu hana eins og kjörna til að gegna hinu vandasama og þýðingarmikla hlutverki prestsfrúarinnar. Það var því engin tilviljun að Stefanía skyldi valin sem fulltrúi íslenskra prestskvenna þegar prestskonunni var helgaður þáttur i 50 ára af- mælisriti Prestafélags Suðurlands. Viðtalið sem þar birtist við hana er merk og þýðingarmikil heimild í kirkjusögu 20. aldar.10 Sem barn hafði Stefanía alist upp við mikinn söng og kunni snemma fjöldann allan af söngvum, einkum trúarlegum, og alla ævi hélt hún áfram að syngja. Það var unun hennar og yndi. Ýmsir hafa látið sterk orð falla um mikla sönghæfleika hennar, til dæmis bent á að ekki heyrðist minnsta þvingun þegar hún tók hina hæstu tóna. Tónskáld hvöttu hana til að syngja inn á hljómplötu og margir létu þá skoðun í ljós að hún gæti náð mjög langt á söngsviðinu ef hún færi í söngnám og helgaði sig söngnum. En samt kom henni það aldrei í hug, og ég hygg að það sé hárrétt sem sr. Sigurður, sonur hennar, sagði í samtali við mig að vafasamt væri að þessi rödd hefði getað nýst betur en hún gerði, jafnmikið og hún var notuð í þágu kirkjunn- ar og hins kristna boðskapar. Stefanía fæddist 9. febrúar 1909 að Byggðarhorni í Flóa. Foreldrar hennar voru Gissur Gunnarsson og Ingibjörg Sigurðardóttir og áttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.