Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 166
164
ÁRNI SIGURJÓNSSON
ANDVARI
Arnar gleymist, enda hef ég leitast við að vitna í þær jafnvel þar sem telja
mátti seilst um hurð til lokunnar.
Örn er svo sjálfbirgingslegur að halda að allir þeir sem hafi bækur hans
við höndina hljóti að vitna í þær; þess vegna sé eina hugsanlega skýring-
in á því, að ég vitna ekki í Kóralforspil hafsins í grein minni, sú að hún sé
ekki til í Ameríku. En þá get ég frætt hann á því að hún var einmitt til í
Ameríku þau fjögur ár sem ég dvaldist í álfunni því þann tíma stóð hún í
bókahillu í stofunni minni. Ég veit um marga greinarhöfunda aðra sem
ekki hafa vitnað í Örn og hafa þó búið í heimsálfu þar sem nóg er til af
Kóralforspilinu. Óneitanlega hlýtur að hvarfla að manni að það sem búi að
baki hinni geðvonskulegu grein Arnar sé að honum finnist ekki nóg vitnað
í rit sín. Dálítið er það fáfengileg starfsemi að skrifa skammargreinar um
menn fyrir að vitna ekki sífellt í mann, en óneitanlega lengir það rita-
skrána.
Ekki veit ég hvort það er svaravert, en Örn lætur eins og ég skilgreini
módernisma eingöngu út frá „inntaki“ í bókmenntum og telji öll verk
módernísk sem hafa sósíalískan boðskap. Þetta er bara bull, og það er eng-
inn fótur fyrir þessari skoðun í mínum skrifum.
Það sem stendur aftur á móti í grein minni um þetta efni - reyndar í neð-
anmálsgrein - er að ástæðulaust sé að reyna að útiloka inntaksþætti þegar
reynt er að skilgreina módernismann, sem og aðrar liststefnur. Hvers vegna
ætti það að vera svona vitlaust að benda á að margir af þeim mönnum sem
kenndir hafa verið við módernisma voru líka sósíalistar, og að sósíalisma
gætti í skrifum þeirra? Ég hef hvergi sagt að skoðanir í skáldskap séu aðal-
atriði hans, en mér finnst óþarft að banna þeim sem skrifa um bókmenntir
að hyggja að því um hvað er þar fjallað og þá um leið hvaða skoðanir
kunna að birtast þar. Ég veit að Erni finnast stílbrögð skipta mun meira
máli en hugmyndafræði og er það í sjálfu sér gilt sjónarmið. Þannig er ekki
nokkur skapaður hlutur við það að athuga þótt menn rannsaki t.d. stíl ís-
lendingasagna. En stíll sagnanna er ekki hið eina sem skilgreinir þær sem
listaverk. Þar kemur margt fleira til. Það held ég að Örn skilji.
Fróðlegt er að sjá að Örn beitir þeirri ómerkilegu ritdeiluaðferð að snúa
út úr ákveðnum orðum, rangtúlka og einfalda, og eigna svo bullið andstæð-
ingi sínum. Einhvern tíma fyrir mörgum árum sannfærðist Örn um að
skáldskapurinn væri ekki bara pólitískt inntak hans, en það héldu kannski
mestu bjálfarnir í hópi marxista á æskuárum hans. Nú reynir hann að klína
þessari barnalegu skoðun upp á mig, sem aldrei hef haft hana. Það getur
vel verið að Örn geti einhvers staðar fundið menn sem trúa á slíkt, en ég er
ekki sá maður. Eitthvað þarf að leita betur að sökudólgnum, er ég hræddur
um.