Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 166

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 166
164 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANDVARI Arnar gleymist, enda hef ég leitast við að vitna í þær jafnvel þar sem telja mátti seilst um hurð til lokunnar. Örn er svo sjálfbirgingslegur að halda að allir þeir sem hafi bækur hans við höndina hljóti að vitna í þær; þess vegna sé eina hugsanlega skýring- in á því, að ég vitna ekki í Kóralforspil hafsins í grein minni, sú að hún sé ekki til í Ameríku. En þá get ég frætt hann á því að hún var einmitt til í Ameríku þau fjögur ár sem ég dvaldist í álfunni því þann tíma stóð hún í bókahillu í stofunni minni. Ég veit um marga greinarhöfunda aðra sem ekki hafa vitnað í Örn og hafa þó búið í heimsálfu þar sem nóg er til af Kóralforspilinu. Óneitanlega hlýtur að hvarfla að manni að það sem búi að baki hinni geðvonskulegu grein Arnar sé að honum finnist ekki nóg vitnað í rit sín. Dálítið er það fáfengileg starfsemi að skrifa skammargreinar um menn fyrir að vitna ekki sífellt í mann, en óneitanlega lengir það rita- skrána. Ekki veit ég hvort það er svaravert, en Örn lætur eins og ég skilgreini módernisma eingöngu út frá „inntaki“ í bókmenntum og telji öll verk módernísk sem hafa sósíalískan boðskap. Þetta er bara bull, og það er eng- inn fótur fyrir þessari skoðun í mínum skrifum. Það sem stendur aftur á móti í grein minni um þetta efni - reyndar í neð- anmálsgrein - er að ástæðulaust sé að reyna að útiloka inntaksþætti þegar reynt er að skilgreina módernismann, sem og aðrar liststefnur. Hvers vegna ætti það að vera svona vitlaust að benda á að margir af þeim mönnum sem kenndir hafa verið við módernisma voru líka sósíalistar, og að sósíalisma gætti í skrifum þeirra? Ég hef hvergi sagt að skoðanir í skáldskap séu aðal- atriði hans, en mér finnst óþarft að banna þeim sem skrifa um bókmenntir að hyggja að því um hvað er þar fjallað og þá um leið hvaða skoðanir kunna að birtast þar. Ég veit að Erni finnast stílbrögð skipta mun meira máli en hugmyndafræði og er það í sjálfu sér gilt sjónarmið. Þannig er ekki nokkur skapaður hlutur við það að athuga þótt menn rannsaki t.d. stíl ís- lendingasagna. En stíll sagnanna er ekki hið eina sem skilgreinir þær sem listaverk. Þar kemur margt fleira til. Það held ég að Örn skilji. Fróðlegt er að sjá að Örn beitir þeirri ómerkilegu ritdeiluaðferð að snúa út úr ákveðnum orðum, rangtúlka og einfalda, og eigna svo bullið andstæð- ingi sínum. Einhvern tíma fyrir mörgum árum sannfærðist Örn um að skáldskapurinn væri ekki bara pólitískt inntak hans, en það héldu kannski mestu bjálfarnir í hópi marxista á æskuárum hans. Nú reynir hann að klína þessari barnalegu skoðun upp á mig, sem aldrei hef haft hana. Það getur vel verið að Örn geti einhvers staðar fundið menn sem trúa á slíkt, en ég er ekki sá maður. Eitthvað þarf að leita betur að sökudólgnum, er ég hræddur um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.