Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 25
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
23
Vígslubiskup
I júlí 1966 var sr. Sigurður kjörinn vígslubiskup í Skálholtsbiskups-
úæmi. Hlaut hann 32 atkvæði en sr. Jón Thorarensen, sóknarprestur í
Reykjavík, 25 atkvæði. í viðtali við Morgunblaðið, er þessi úrslit lágu
fyrir, sagði sr. Siguður meðal annars: „Vígslubiskupsembættið gefur
^ér í sjálfu sér engin völd, en á hinn bóginn er það mitt megin-
ahugamál að endurnýja messuna og allt helgihald. Mér er það enn-
fremur brennandi áhugamál að endurskipuleggja kirkjuna með tilliti
hl hinna breyttu þarfa í þjóðfélaginu - ekki að draga úr starfsemi
hennar, heldur að auka hana.“12 Ennfremur lét hann í ljós þá von að
geta beitt sér fyrir því að hinir fornu biskupsstólar yrðu endurreistir.
Sunnudaginn 4. september vígði biskup íslands, herra Sigurbjörn
Einarsson, hinn nýkjörna vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi. Fór
yígslan fram í Skálholtskirkju í góðu veðri og að viðstöddu fjöl-
menni. Sr. Þorsteinn L. Jónsson í Vestmannaeyjum lýsti vígslu og las
vita (æviágrip) vígslubiskupsins. í niðurlagi þess komst vígslubisk-
upinn þannig að orði: „Málefni það, sem ég ungur elskaði, hefir ver-
aðalviðfangsefni mitt í lífinu. Þó margt hafi öðruvísi gengið en ég
ætlaði, virðist mér, er ég lít til baka, að Guðs hönd hafi leitt mig alla
leiðina, en oft stýrt atvikum til þess, sem verða átti, þó það hafi
stundum verið gegn mínum vilja. Því held ég enn áfram inn í óvissu
framtíðarinnar öruggur um það, að héðan af muni ég ekki sleppa úr
»neti heilagrar kirkju“ - eins og Kyrillos orðar það. Hennar net
úeyðir ekki heldur frelsar frá dauða. Guði sé lof fyrir hið liðna. Hon-
Urn fel ég hið ókomna.“
I Reykhólaprestakalli
t*að er til marks um starfsþrek sr. Sigurðar og óbilandi áhuga á að
Vlnna málefnum kirkjunnar allt það gagn sem hann gæti að eftir að
starfsdegi hans átti lögum samkvæmt að vera lokið - þegar hann lét
a[ prestsembætti á Selfossi sjötugur að aldri - tók hann að sér prests-
Pjónustu í Reykhólaprestakalli þar sem prestlaust hafði verið. Þar
PJónaði hann í fimm ár. Þar var dómur sóknarbarna hans hinn sami