Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 81
andvari
BERGRISI Á BESSASTÖÐUM?
79
Áhugi Gríms á fornöldinni átti sér ákveðnar hugmyndafræðilegar skýr-
ingar og rætur. Grímur var skandínavisti og aðhylltist samvinnu norrænu
ríkjanna.25 Greinar hans um íslenskar bókmenntir og stöðu íslands í Skand-
ínavíu eru ekki síst skrifaðar til þess að breiða íslenskar bókmenntir út
meðal Norðurlandabúa og færa þeim heim sanninn um sameiginlegan upp-
runa norrænna manna.
Að mati Gríms og skoðanabræðra hans höfðu ísland og íslenskar bók-
menntir alveg sérstaka þýðingu fyrir Norðurlöndin og einingu þeirra. Sam-
félag íslenska þjóðveldisins er samkvæmt hugmyndum Gríms fyrirmyndar-
ríki sem er stofnað af rjómanum af mannvali Skandínavíu. Pað er þess
vegna engin tilviljun að þar hafi varðveist bókmenntir sem öðru fremur
geyma heimildir um það eðli sem er norrænum mönnum sameiginlegt að
mati Gríms. í íslenskum miðaldabókmenntum er að finna einskonar „es-
sens“ í tvíræðri merkingu þess orðs, þar er að finna norrænt eðli, og hið
norræna eðli er þar í einskonar samþjöppuðu formi, áhrifameira og sterk-
ara en annars staðar. Ef nútímamenn kanna þessar heimildir til hlítar
»munu blæbrigðarík sérkenni sann-norræns þjóðernis renna upp fyrir
mönnum, og þeir munu undrast, hversu lítið Norðurlandabúinn hefur í
rauninni breytzt, þegar grímu annarlegra eftirlíkinga nútímans, uppgerð og
ólíkindalátum, er kastað.“26
Pað er augljóst strax frá upphafi skrifa Gríms Thomsens um bókmenntir
að „Norðrið“ og „hið norræna“ hafa ekki einungis staðfræðilega merkingu,
heldur eru þetta orð sem fela í sér gildisdóm, hvort sem er um menn eða
bókmenntir. í ritgerðinni „Um sérkenni fornnorræns skáldskapar“ kemur
þetta glögglega fram þar sem hann rekur skyldleika skálda eins og Shake-
speares, Byrons og Alfieri við hið norræna eðli. Hið norræna er fyrir Grími
hvort tveggja, ákveðin skáldskaparstefna í bókmenntasögunni sem hann
kennir einnig við „heiðna rómantík“ og samansafn ákveðinna einkenna
sem höfundar þeirra og flest stórmenni sögunnar hafa til að bera.
Eitt megineinkenni hins norræna, og það sem skilur á milli fornnorræns
skáldskapar og hinnar klassísku grísku hefðar að mati Gríms, er taumhald
tilfinninganna: „Norðurlandabúinn er þeim mun þögulli sem ástríða hans
er dýpri.“27 Birtingarmynd ástríðna Norðurlandabúans er einnig með öðr-
um hætti en hjá suðrænni þjóðum að mati Gríms. Tilfinningahiti Grikkjans
fer útrás í orðræðunni en „Norðurlandamaðurinn vill ekki með orðum
spilla hinu minnsta af dýrmætri ástríðu; hann geymir sér hana og lætur
hana gerjast, unz hún brýzt fram í athöfn.“28
Með þetta í huga má varpa öðru ljósi á þau kvæði sem hafa hingað til
verið túlkuð samkvæmt hugmyndafræði rómantíkurinnar í kjölfar túlkunar
Sigurðar Nordals á sambandi ævi og verka Gríms. Þau kvæði sem þykja
lýsa skaphöfn Gríms best, og eru þess vegna notuð til að skýra manninn að