Andvari - 01.01.1998, Síða 93
andvari
EFINN KEMUR TIL SÖGU
91
Jón vonar að hann sé í bindindi (Flugur, 21).7 Fluga hans um Pan hefst á
þessum orðum: „Kvæðið byrjar á því, að trjátopparnir kinka kolli eins og
til þess að samsinna einhverju, sem ég ekki skil.“ (57) Jón skilur ekki hvað
er að gerast, ekki fremur en samtíðarmenn hans botnuðu í þessum undar-
lega heimi þar sem keisaraynjur voru drepnar af múgamönnum og stríð
voru háð til einskis og enginn skildi lengur tilgang alls þessa.
3. Ástin, leitin og Oscar Wilde
Flugur Jóns eru margar ástarljóð en þar kemur fram ný tegund ástar: „Pú
elskar mig ekki, sagði ég. Þú elskar aðeins ást mína, en hún elskar sjálfa
sig.“ (28) Ástin er ekki lengur kennd sem tengir saman tvo einstaklinga
heldur framandi huliðsvera sem lifir eigin lífi og maðurinn hefur enga
stjórn á. Ástin beinist að sjálfri sér eða ást annarra en ekki að annarri
manneskju. Þannig er ástin ekki lengur hlutur heldur tákn sem ekki aðeins
vísar til hlutar heldur sjálfs sín og snýst um sig sjálft.
Ástin er því ekki lengur aðeins gleði eða þjáning en getur sameinað ógn,
undur og hamingju: „Ég var svo hræddur, hissa og hamingjusamur, að ég
kyssti hana aftur. Oft.“ (53) Ástin er líka írónísk sem ekki tíðkaðist hjá
skáldum sem komu fram á undan Jóni eða samtíðarmönnum hans öðrum
en Þórbergi Þórðarsyni. Fyrsta flugan í bókinni er dæmi um þá hálfkær-
ingslegu afstöðu til ástarinnar sem verður vart við í bókinni: „Ég fylgdi
stúlkunni heim, og hún bjó bakdyramegin. Annað meira eða merkilegra
var það nú ekki.“ (23) En írónían getur verið beiskjublandin, eins og í flug-
unni „Kvenmaður“
Hún var formáli að ástarævisögum manna.
Hún var innskotskafli.
Hún var kapítulaskipti.
Og nú er hún ástarævisaga mín. En það hefur gleymst að prenta orðin: Öll réttindi
áskilin. (30)
Slík ástarljóð voru einsdæmi í íslenskum skáldskap árið 1922. En síðar má
sJá svipaða stefnu í ljóðum Dags Sigurðarsonar, bróðursonar Jóns. Þessar
þóðlínur úr fyrstu ljóðabók Dags gætu vel verið eftir Jón Thoroddsen:
Eg tók ekki í húninn gekk ekki inn ég spurði ekki hana
Eg spyr ekki hana.8
Seinna gekk Dagur enn lengra í kæruleysislegri alvöru: