Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 74

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 74
72 JÓN YNGVI JÓHANNSSON ANDVARI hafi „lítt kært sig um samtímann“. Enn eru ekki færð önnur rök fyrir því en þau sem finna má í túlkun Páls á kvæðinu og því samhengi sem hann setur það í. Það að lesa kvæðið sem sjálfslýsingu Gríms er í meira lagi hæpið án frek- ari rökstuðnings. Sá skilningur byggir hins vegar augljóslega á ákveðinni túlkunarhefð sem hefur orðið kvæðinu samferða úr formála Sigurðar Nor- dals. Því má segja að höfundar kvæðisins sem Páll vitnar í séu tveir, Grímur Thomsen, sem orti það upphaflega, og Sigurður Nordal sem hefur í for- mála sínum „ort það upp“ sem sjálfslýsingu Gríms.6 Lokaorð Páls um Grím eru þessi, og hljóma meira en lítið kunnuglega lesin strax á eftir Nordal: „Samtíminn höfðar sífellt minna til hans en forn- öldin þeim mun meira og er þá ekki einungis átt við hina íslensku söguöld heldur einnig gríska fornöld. Þar fann Grímur Thomsen þann andlega fé- lagsskap sem hann saknaði úr eigin tíma.“7 Eini gallinn við þessa lýsingu á Grími Thomsen, sem studd er línum úr „Bergrisa á 19. öld“ er sá að kvæðið fjallar hvorki um íslenska söguöld né gríska gullöld. En líkt og með kvæðið um Goðmund á Glæsivöllum virðist bilið milli yfirborðsmerkingar kvæðis- ins og túlkunar þess hafa horfið, með þeirri afleiðingu að kvæði Gríms fjallar ekki lengur um bergrisa á nítjándu öld, heldur beinlínis um nátttröll- ið Grím Thomsen á Bessastöðum. Asamt Goðmundi á Glæsivöllum mynd- ar það því einskonar samfellda ævisögu Gríms, þar sem „Á Glæsivöllum“ lýsir tímanum sem Grímur eyddi við störf fyrir Danakonung, en „Bergrisi á 19. öld“ tekur við eftir að heim er komið. Slíkur lestur er í engu samhengi við kvæðið í heild sinni, og líklega er það ekki sérlega vænleg leið til skilnings á Grími Thomsen heldur. Þótt það sé ef til vill glannalegt að ætla einstökum túlkunum of mikinn áhrifa- mátt mætti segja - og snúa þannig myndmáli Sigurðar Nordals gegn hans eigin túlkun - að Grímur hafi verið heygður með fornöldinni með þeirri einstrengingslegu túlkun að hann hafi verið þar svo fastur að það hafi varnað honum sambands við samtíma sinn og þá sem á eftir honum komu. Ef við lítum á kvæðið í heild er mynd nátttröllsins augljóslega nokkuð frábrugðin þeirri mynd sem Sigurður og Páll draga upp. Ljóð Gríms er gróteskt, það lýsir trölli sem er blanda af dýri og manni og kemur úr ein- hverskonar ómennskri fornöld. Annað erindið er sérstaklega gróteskt, þar er lýst veiðum og kjötáti tröllsins, jafnvel blóðdrykkju. Ekki er síst athyglis- vert að gaumgæfa lokaorð kvæðisins, sem koma strax á eftir margtilvitnuð- um línum um nátttröllið. Ályktunin sem ljóðmælandi dregur þar af nátt- tröllstilveru sinni í samtímanum er langt því frá að vera einföld eða fegr- uð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.