Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 136

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 136
134 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Hann hét Indriði Waage (1902-1963), var aðeins fimm árum yngri en fé- lagið sjálft og nánast alinn upp innan þess. Hann var sannkallað leikhús- barn, hann Indriði, sonur Jens B. Waages og Eufemíu konu hans, dóttur Indriða Einarssonar leikritaskálds. Jens var ekki aðeins einn af aðalleik- endum fyrri ára, heldur hafði hann einnig sinnt starfi leiðbeinanda lðngum stundum. Pó hafa nýlegar rannsóknir leitt í ljós, að fullmikið hefur verið gert úr framlagi hans í fyrri söguritum, einkum á kostnað Einars H. Kvar- ans, sem var áhrifamikill leikstjóri, bæði á milli 1898 og 1901 og aftur frá 1912 til 1915.6 Eufemía lék mikið á árunum frá 1905 til 1920, en kvaddi þá sviðið með manni sínum og tók eftir það ekki beinan þátt í leikstarfinu. En fjölskylda Indriða Einarssonar var ekki þar með horfin úr leikhúsinu, öðru nær. Auk Guðrúnar Indriðadóttur voru tvær systur hennar, Marta og Emilía, áberandi leikkonur og þær stóðu á sviðinu langt fram á fjórða ára- tuginn, báðar að heita mátti til dauðadags (Emilía lést 1939 og Marta 1940). Marta var einnig félagsskörungur mikill og sat í stjórn L.R. um skeið. Eftir dauða Stefaníu, sem var ásamt börnum sínum og eiginmanni önnur megin- stoð félagsins, varð Indriða-fjölskyldan, eins og hún var oft kölluð, æ um- svifameiri í öllu starfi þess. Þessari hlið mála hef ég gert ítarleg skil, bæði í doktorsritgerð minni og ævisögu Stefaníu Guðmundsdóttur, Leyndarmál frú Stefaníu, og sé því ekki ástæðu til að orðlengja frekar um hana hér.7 Eitt vil ég þó nefna, sem sýnir hin miklu áhrif Indriða-fjölskyldunnar. Um það leyti sem systurnar voru dánar eða hættar að leika um 1940 og Indriði Waage löngu orðinn fastur í sessi sem einn aðalleikstjórinn, settist Eufemía við og ritaði ítarlegar endurminningar frá starfinu í L.R.'S Þær eru um margt afar mikils virði, en að einu leyti stórvarasamar; þær eru svo lit- aðar af persónulegri heiftúð Eufemíu í garð Stefaníu, að þær gefa mjög vill- andi mynd af hinu ómetanlega brautryðjendastarfi hennar. Þessa afskræm- ingu Eufemíu á staðreyndum sögunnar tel ég mig hafa leiðrétt í fyrrnefnd- um ritum og nefni hana hér aðeins til að minna á, hversu brýnt er að fræðimenn hafi gát á sér og séu gagnrýnir á heimildir sem við fyrstu sýn orka trúverðugar. Reynslan hefur kennt, að leikhúsið er í eðli sínu gróðrar- stía margs kyns goðsagna, sem geta orðið harla lífseigar, sé þeim ekki útrýmt með afdráttarlausum hætti. Raunar er fyrrnefnd þjóðsaga um yfir- burðastöðu Jens B. Waages sem leikstjóra frá 1904 til 1920 vafalítið runnin undan rifjum Eufemíu, sem nefnir varla aðra í skrifum sínum, þ.á m. rit- gerð sinni um fyrstu starfsmenn L.R. í 50 ára afmælisriti félagsins.y Indriði Waage var eini leikstjóri L.R. frá því um haustið 1925 fram á árið 1928, ef undan er skilin gestkoma Adams Poulsens sem setti á svið útgáfu Hoffmannsthals á miðaldaleiknum Sérhver haustið 1927. Þá höfðu tvö önn- ur „konungsefni“ skotið upp kollinum, eins og ég kem betur að í næsta kafla. Hið fyrra, Guðmundur Kamban, hvarf að vísu fljótt á braut eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.