Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 160
ÖRN ÓLAFSSON
Undarleg Andvaragrein
I
í ársritinu Andvara, 1996, er grein eftir Árna Sigurjónsson um skáldskap
Sigurjóns Jónssonar (1888-1980). Hann er nú flestum gleymdur, og var for-
vitnilegt að lesa um framtíðarsögu hans frá upphafi 3. áratugarins. Aðalefni
greinarinnar er þó sú kenning Árna, að Sigurjón hafi verið með helstu
framúrstefnuskáldum síns tíma, og þá einkum í skáldsögunni Silkikjólar og
vaðmálsbuxur-Glœsimennska (1922-4).
Rök Árna fyrir þessari kenningu eru í stuttu máli þessi (bls. 108):
Sigurjón Jónsson má skoða sem merkan og að nokkru leyti týndan hlekk í forsögu ís-
lenskra nútímabókmennta, og deiglan í bókmenntum þriðja áratugarins birtist einna
skýrast í skáldsögum hans. Þar koma fram tvö megineinkenni í sagnagerð þessa tíma,
sem getið var um fyrr: lífsskoðanaumræða og formnýjungar.
Um fyrra atriðið sagði Árni (bls. 99):
nýjungarnar birtust ekki í forminu einu, heldur einnig í hugmyndafræðilegu nýja-
brumi. Þórbergur boðaði sósíalisma í Bréfi til Láru, í Myndum Huldu eru það stríðið
og afleiðingar þess sem koma róti á huga skáldsins, Halldór Laxness glímir við alla
meginstrauma í hugmyndafræði samtímans í Vefaranum mikla, sem hann lýsir sjálfur
sem eins konar yfirliti yfir menningarstrauma tímans [. . .] og Sigurður Nordal leitar
haldgóðrar lifsstefnu í Hel [. . .] Og hér kemur Gunnar Gunnarsson einnig við sögu,
því stríðssögur hans, [. . .] eru af heimspekilegum og hugmyndafræðilegum toga, þó
að form þeirra kunni að þykja hefðbundið.
Árni rökstyður þetta aðeins nánar í neðanmálsgrein (bls. 110):
Að sönnu er samspil forms og efnis náið, en óþarfi er þó að hártoga þá hugmynd.
Framúrstefna birtist í margs konar formi, bókmenntategundum og listgreinum. Það
fer eftir áhuga og hæfileikum hvers höfundar á hvaða sviði hann kýs helst að láta ný-
sköpun sína koma fram, og framúrstefnuskáldin voru eins og aðrir bundin hefð að
einhverju marki. Tvö verk geta miðlað sama inntaki frá vissu sjónarmiði þótt form
þeirra sé gerólíkt; en áhrifin eða inntakið verður aldrei alveg eins ef einhver (jafnvel
agnarsmár) munur er á formi þeirra.