Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 14

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 14
12 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON ANDVARI Fyrsta skýra minning mín um sr. Sigurð Pálsson er tengd guðs- þjónustu í Selfosskirkju. Þangað var ég mættur til messu eins og svo oft ásamt foreldrum mínum. Ég hef varla verið meira en sex ára að aldri og hafði sest nokkrum bekkjum framar en foreldrar mínir. Sr. Sigurður flutti prédikun sína þannig að vakti áhuga minn og athygli. Þar kom að ég, drenghnokkinn, svaraði úr kirkjubekknum spurningu sem mér fannst presturinn beina til safnaðarins. Sr. Sigurði þótti greinilega vænt um þessi óvæntu viðbrögð því að spurningunni hafði hann auðvitað ætlað að svara sjálfur. Hafði hann einhver vinsamleg orð um þetta „svar barnsins“ úr hópi kirkjugesta og kom svo nokkr- um dögum síðar í heimsókn til foreldra minna og færði mér að gjöf myndskreyttar Biblíusögur fyrir börn. Ætíð síðan hefur sr. Sigurður verið mér hin sanna ímynd prestsins, og þegar ég að loknu stúdents- prófi ákvað að hefja nám í guðfræði þá réðu þar örugglega miklu þau jákvæðu áhrif sem ég varð fyrir sem barn frá sr. Sigurði og kirkjulífi á Selfossi þau ellefu ár sem ég bjó þar ásamt foreldrum mínum og systkinum. Litu foreldar mínir, Selma Kaldalóns (1919- 1984) og Jón Gunnlaugsson læknir (1914-1997), jafnan á sr. Sigurð og Stefaníu sem besta vinafólk sitt á Selfossi, enda minnist ég fjölmargra heimsókna til þeirra í fylgd með foreldrum mínum. Framar öllu minnist ég hinnar miklu gestrisni. Finnst mér eins og ætíð hafi verið veisla í húsi prestshjónanna og þar breytir engu um vitneskja mín um að sr. Sigurður bjó lengst af við mjög rýr laun. Frú Stefanía var snillingur í að gera mikið úr litlu og galdra fram veisluborð. Við það að rifja upp heimsóknirnar til þeirra hjóna er eins og ég finni á ný ilm af hangi- kjöti, reykelsi og vindlum og sjái fyrir mér hringborðið fræga og tvö- falda í borðstofunni hlaðið mat. Ég sé fyrir mér æskulýðsleiðtogann sr. Friðrik Friðriksson, háaldraðan og nær blindan, en hann heim- sótti prestshjónin á Selfossi einu sinni til tvisvar á ári síðustu árin sem hann lifði og dvaldi þá jafnan nokkra daga í senn. Veggir voru flestir þaktir bókum en fyrir enda stofunnar og fyrir ofan arininn, sem gjarnan skíðlogaði í, hékk mynd sem mér er sérlega minnisstæð. Hún var af presti fyrir altari í sveitakirkju og við einn kirkjubekkinn var hundur. Var ég alltaf sannfærður um að þetta væri mynd af sr. Sigurði í kirkjunni í Hraungerði. Svo mun þó ekki hafa verið og sr. Sigurður hafði víst á stundum gert þá athugasemd við myndina að það hafi ekki tíðkast að hundar væru inni í kirkjum. Hvað sem því líður þótti mér eins og þessi mynd og arinninn fyrir neðan hana líkt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.