Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 147

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 147
ANDVARI AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU 145 eða minna að káki og heldur henni blýfastri á sama þroskalausa viðfangs- stigi [svo] er þetta eina: að hér er ekki og hefir aldrei verið til nein kunn- átta í leikforustu - nein instruktion.“ Kveðst hann hafa fengið hvatningu í þessa veru frá Einari H. Kvaran og Kristjáni Albertssyni, en þó einkum Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu. Guðmundur Kamban hafði, þegar þetta var, starfað talsvert sem leik- stjóri í Kaupmannahöfn.51 Því var engan veginn óeðlilegt, og lá raunar beint við, að leita hófanna hjá honum um slíka liðveislu. Þó að ekkert af því fólki, sem hann nefnir, hefði formlegt umboð til þess frá félaginu, áttu þau öll talsvert undir sér í því, ekki síst Einar, sem var einn af gamalreynd- ustu áhrifamönnum félagsins, bæði sem leikstjóri og formaður um fimm ára skeið. Kristján og Soffía voru fulltrúar yngri kynslóðarinnar; Kristján hefur áður verið kynntur til sögunnar og Soffía var ung og upprennandi leikkona, tæplega þrítug. Hún hafði unnið með L.R. í áratug og að margra dómi sannað hæfileika sína með eftirminnilegri frammistöðu í hlutverki fröken Júlíu þremur árum fyrr. Hún var hæfileikarík og metnaðarfull kona, bæði fyrir eigin hönd og listgreinarinnar, en vitaskuld ekki orðin sú stærð sem hún átti eftir að verða síðar.52 Allt stóð þetta fólk að baki Kamban í viðureign hans við Leikfélagið; Einar H. Kvaran mælti t.d. með tilboði hans á fundum þess.53 Þó að orðaval Kambans í greininni beri vitni um yfirvegun, hefur honum sýnilega verið heitt í hamsi undir niðri. Hann lýkur henni með því að gefa í skyn, að Leikfélagið kunni að verða svipt opinberum styrkjum sínum, færi það ekki fram „gildar og raunréttar ástæður“ þess að hafna boði hans. Við þeim orðum brást Indriði Waage ókvæða, svo og brigslum Kambans í garð innlendrar leikmenntar, og stóðst ekki mátið að senda honum nokkrar hnútur. Kveðst hann ekki vita til þess, að Kamban hafi „haft á hendi leik- forustu nema um 1 eða 2 ára skeið í leikhúsi sem Iíklega má telja til annars flokks leikhúsa í Danmörku, en vel má vera að hann hafi öll hin 14-15 árin, einnig þau sem hann dvaldi í Ameríku, verið að læra þessa list.“ Að öðru leyti segist Indriði hafa verið búinn að ákveða starfsemi félagsins til loka leikársins, þegar tilboðið barst frá Kamban „og þó að herra Kamban ber- sýnilega líti svo á, að það hefði ekki átt að hamla því, að hann gæti tekið við leikstjórn og allri ráðsmennsku félagsins fyrirvaralaust, þá get ég ekki fallist á það, að ég hefði að sjálfsögðu átt að víkja fyrir honum eða nokkr- um öðrum og láta af hendi þau störf, sem mér höfðu verið falin, en eiga þó sem formaður að nafni til að bera ábyrgð gagnvart félaginu á ráðsmennsku annars manns, sem ég gat ekkert vitað um hvernig reyndist.“54 Þessi orðaskipti urðu upphaf hatrammra blaðadeilna, sem snerust að miklu leyti um meinta hæfni eða vanhæfni Guðmundar Kambans.55 Auk þess var að vonum farið ýmsum orðum um ástandið í íslensku leikhúsi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.