Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 138

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 138
136 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI húsinu við Tjömina og í erindi, sem hann flutti á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags árið 1979 og prentað var í Skírni árið eftir.12 í Leikhúsinu við Tjörnina er Sveinn að vísu varfærinn í orðalagi, segir t.d. aðeins að Indriði hafi „verið kallaður fyrsti leikstjóri íslendinga í nútímamerkingu þess orðs“ (leturbreyting mín - J.V.J.), nefnir áhrif frá Þýskalandsdvölinni og lýsir síðan almennum einkennum á verkefnavali hans. I fyrirlestrinum gengur hann nokkru lengra í að skilgreina einkennin á leikstjórn Indriða og segir m.a. að hann hafi „drukkið of mikið af bikar expressionismans og kynnst of vel þeirri ’retheatralisierung’ eða endurslípun á tjáningarþrótti leiksviðsins, sem Reinhardt beitti sér fyrir“ til að geta sætt sig við tak- markanir raunsæisstefnunnar; það hafi verið „seiðmagn hins óræða“ sem komið hafi á flug þeim sýningum sem hann varð frægastur fyrir.13 Sveinn, sem sá auðvitað ýmsar af seinni sýningum Indriða, kveðst alltaf hafa verið þeirrar skoðunar, að „fjöldaleikstjórn“ lægi ekki fyrir honum, styrkur hans hafi fremur legið í „ákefð hins nálæga“. Á því leikur út af fyrir sig enginn vafi, að Indriði varð, a.m.k. með tíð og tíma, ágætur leikstjóri. Hann þótti þó alla tíð nokkuð mistækur, enda ekki fagmaður í strangasta skilningi, heldur stundaði hann sitt borgaralega starf í íslandsbanka og síðar Útvegsbankanum frá unga aldri til 1950, þegar hann réðst til Þjóðleikhússins, þar sem hann starfaði til dauðadags. Það er býsna almenn skoðun meðal þeirra, sem muna sýningar hans og unnu með hon- um, að honum hafi hentað betur að vinna með einstökum leikurum en gæða sýningar sínar heillegri áferð. Hann hafi verið einstaklega næmur fyr- ir leikrænum gáfum hjá ungu og óreyndu fólki og laginn við að kalla fram hið besta í fari leikenda, en átt til að hirða síður um samræmingu og fágun hinna ólíku þátta sviðsetningarinnar. í þessu sambandi má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd, að Indriði hafði löngum þann hátt á að leika sjálfur stór hlutverk í sýningum sínum. Þetta var sjálfsagt að einhverju leyti óhjá- kvæmilegt í manneklunni hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en ekki jafnheppilegt eftir að flutt var í Þjóðleikhúsið. Þá hafa menn honum nákunnugir tjáð mér, að hann hafi jafnan fylgst mjög vel með leiklistarlífi nágrannaland- anna, m.a. með lestri fagtímarita, þó að hann ferðaðist sjaldan til útlanda. Þórunn er sannfærð um, að með komu Indriða hafi hafist „ný uppbygg- ing í leikstjórn og leikstfl11.14 Hún vitnar til leikara, sem hann vann með, og töldu hann „jafnvel hæfileikamesta leikstjóra þessa tíma og hafa mótað sig mest.“15 Hann hafi menntast af „reynslunni og markvissu sjálfsnámi“ og ungu leikararnir notið þess „innilega að skynja ný vinnubrögð“ með hon- um. Hann hafi verið „natinn, nærgætinn og hjálpsamur við viðvaningana“ en einnig getað verið „ákveðinn og hlífðarlaus“. Þá fullyrðir hún, að hann hafi „notfært sér kynni sín af uppfærslum Reinhardts eftir bestu getu“ við uppsetningu Þrettándakvölds og Vetrarœvintýris, og vísar um það til endur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.