Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 133

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 133
andvari AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU 131 hafa einnig þekkt til almennra ritstarfa hans, en Lárus samdi fjölda greina um sögu L.R. og helstu leikendur, þó að honum auðnaðist ekki að ganga frá samfelldu söguriti, eins og hugur hans stóð víst jafnan til. Þetta er hið eina, sem höfundar Aldarsögu láta frá sér um þær frumrann- sóknir, sem þeir höfðu við að styðjast, þegar þeir hófu verk sitt. Er fljót- sagt, að sem slík er klausan algerlega ófullnægjandi og blátt áfram misvís- andi. Rit okkar Sveins Einarssonar eru, hvort með sínum hætti, afrakstur frumrannsókna á sögu L.R. fyrstu tvo til þrjá áratugina, eins og Þórunn nefnir raunar í athugasemdinni.4 Sem „grundvöllur“ undir hundrað ára yfirlitssögu L.R. hrökkva þau því skammt. Sannleikurinn er sá, að saga L.R. hefur ekkert verið könnuð, svo heitið geti, eftir árið 1925. Þá er í meira lagi furðulegt að nefna ekki Leikhúsið við Tjörnina, sem þrátt fyrir takmarkanir sínar er þó fyrsta markverða „yfirlitssaga“ L.R. í bókarformi. Væntanlega hafa þau Þórunn og Eggert Þór gluggað eitthvað í þá bók, áð- ur en þau brettu sjálf upp ermarnar og hófust handa? Eða fannst þeim hún svo lítilfjörleg, að ekki tæki því að nefna hana? Þessi undarlegheit vekja strax í upphafi illan grun um fræðilegan traustleik verksins. Því miður stað- festir frekari lestur, að hann er ekki ástæðulaus. Aldarsaga er stór og mikil bók, 503 bls. að stærð. Meginmálið nær þó að- eins fram á bls. 435; þar fyrir aftan eru tilvísanir og ýmsar aðrar skrár. Auk þess eru spássíur breiðar, myndir á flestum síðum og sérstakur myndakafli (með eigin blaðsíðutali) í miðri bókinni. Lesmál er því ekki eins drjúgt og ætla mætti af blaðsíðufjölda. Þá þykir mér það galli á verkinu, að þar er ekki að finna framhald á verkefna- og sýningaskrá Lárusar Sigurbjörnsson- ar. Þetta framhald er að vísu birt ásamt nokkrum öðrum gagnlegum skrám á disklingi fyrir PC-tölvur, sem fylgir bókinni sem kaupbætir. En ekki eiga allir aðgang að slíkum tækjum, og verkefnaskráin er, eins og fyrr segir, slík- ur lykill að sögu L.R., að ég hefði talið sjálfsagt mál að prenta hana. Úr þessu hef ég raunar bætt í fyrsta bindinu af Safni til sögu íslenskrar leik- Hstar og leikbókmennta, sem er væntanlegt í haust; þar er verkefnaskráin Prentuð frá 1971 til 1998. Höfundar skipta þannig með sér verkum, að Þórunn skrifar kaflann um sögu L.R. fram að 1950, en Eggert Þór um árin 1950-1997. Þessi tvískipting gefur verkinu sérkennilegt yfirbragð, því að þau tvö skrifa ekki einungis mjög ólíkan stíl, heldur nálgast efnið hvort með sínum hætti. Þannig leitast Eggert Þór við að rekja atburði í tímaröð, á meðan Þórunn hneigist frem- ur til að taka einstaka þætti, s.s. verkefnaval, innri starfshætti, leik, leik- stjórn og gagnrýni, fyrir í sérköflum sem ná gjarnan yfir alllangt árabil. En það er með þetta eins og annað; hvergi nokkurs staðar er gerð almenn grein fyrir því, hvers konar aðferðafræði er beitt og hvað hafi ráðið vali hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.