Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 141
ANDVARI
AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU
139
eða ekki. Hún lítur þetta mál allt öðrum augum en Þórunn og Sveinn.
Reyndar hefur hún eftir Bjarna frá Vogi, sem var vafalaust glöggur leikhús-
maður og skrifaði oft um sýningar L.R. fram undir 1920, að „leikstarfsemi
þeirra ára væri á því stigi, að hún hefði þörf á að henni væri hrósað, en að
gagnrýni væri óþörf og í sumum tilfellum skaðleg.“27 Hyggur Eufemía að
skrif hans hafi yfirleitt haft góð áhrif á aðsóknina og þannig styrkt stöðu
leikhússins, þótt ýmsum hafi fundist hann lofsamlegur um of.
En álit Eufemíu á leikhússkrifum Reykjavíkurblaðanna er að öðru leyti
ekki hátt. Hún orðar það svo, að dómarnir hafi almennt verið „á litlu viti
byggðir“, sumir leikendur verið „hafnir upp til skýjanna, en öðrum niðrað,
oft að ástæðulitlu“. Sjaldan hafi komið fyrir, að „nokkur leiðbeining fyrir
leikendurna feldist í leikdómum blaðanna“.28 Á annað atriði vil ég benda,
sem hvorki Sveinn né Þórunn virðast hafa áhyggjur af. Það er, að dómarnir
voru langflestir nafnlausir eða birtir undir ókennilegum dulnefnum, sem
engin leið er að rýna í gegnum nú. Það voru ekki nema einstöku leikdóm-
arar, eins og t.d. Bjarni frá Vogi og Jón Ólafsson, sem settu upphafsstafi
sína undir greinarnar. Jafn-ábúðarmikill gagnrýnandi og Ólafur Björnsson,
ritstjóri ísafoldar, sem var tvímælalaust skemmtilegasti og skeleggasti leik-
húspenni landsins á öðrum áratugnum, birti dóma sína jafnan undir dul-
nefninu „Ego“.
Hið jákvæða mat Þórunnar á leikstjórn Indriða Waages byggist að miklu
leyti á því, að hún vitnar gagnrýnislaust í blaðadómana og án þess að huga
að því, hvaðan þeir eru ættaðir. Líti maður eftir því í tilvísanaskránni, hvar
þeir dómar birtust, sem hún vitnar einna mest í, kemur í ljós, að flestir
þeirra voru í dagblaðinu Vísi.29 Eru dómar þessir, sem eru langflestir undir
dulnefnum, undantekningarlítið mjög hliðhollir Indriða. Nú háttaði svo til,
að Vísir var á þessum árum nátengdur fjölskyldu Indriða Einarssonar.
Jakob Möller, þingmaður og síðar ráðherra, ritstjóri blaðsins frá 1914 til
1924, var kvæntur náfrænku móðurömmu Indriða, Þóru Guðjohnsen Möll-
er, sem lést 1922. Léku þau hjón, Jakob og Þóra, talsvert með Leikfélaginu
og var Jakob jafnan einn af dyggustu málsvörum Indriða-fjölskyldunnar
innan þess.30 Þegar Jakob lét af ritstjórn Vísis 1924, tók við af honum Páll
Steingrímsson, eiginmaður Guðrúnar Indriðadóttur, og gegndi því starfi
um langt árabil.
Það ætti því ekki að koma flatt upp á neinn, þó að verk Indriða Waages,
að ekki sé minnst á leik Guðrúnar Indriðadóttur, fengju oftast háa einkunn
í Vísi. Dæmin eru mýmörg; eitt sérlega skondið má finna í bæjarfréttum
blaðsins, þar sem sagt er frá sýningu á Afturgöngum Ibsens vorið 1927. Þar
lék Indriði Osvald á móti móðursystur sinni Guðrúnu í hlutverki frú
Alving. Blaðið skrifar: „Það er ekki heiglum hent, að sýna Afturgöngur
Ibsens og önnur verk hans, þau sem þyngst er yfir og mest er spunnið í, svo