Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 144
142
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
Reykvískir leikhúsgestir kunnu ekki að meta Sex verur leita höfundar.
Að því er kemur fram í grein í Vísi nokkru síðar var þó fullt hús í fyrstu
þrjú skiptin, en í fjórða skiptið varð að aflýsa sýningu vegna lélegrar að-
sóknar.43 Alls urðu sýningarnar aðeins fimm, m.ö.o. leikurinn nánast féll.
Þessi útkoma þarf ekki að fela í sér neinn áfellisdóm um verk Indriða, en
ein sér bendir hún þó ekki til þess, að hann hafi haft erindi sem erfiði.
„Amicus“ setur að sönnu á langar tölur um sýninguna, telur hana sýna
glöggt leikstjórnarhæfileika Indriða og skrifar m.a.: „Notkun ljóssins, svip-
breytingar og hlátur leikaranna, sem eru áhorfendur á leiksviðinu, stilling
hraðans - allt ber þetta vott um næman skilning hans á því, að hægt er að
láta smáu atriðin jafnt þeim stóru sýna það sem í leiknum býr. - Það væri
ekki fráleitt að segja, að Indriði í mörgu minni allmikið á ’expressionist-
isku’ leikstjórana þýsku, og er þá ekki leiðum að líkjast. - Það sem þó er
mest um vert, er, að Indriði er bæði frumlegur og sjálfstæður sem leik-
stjóri.“44
Kannast lesandinn við þessi orð? Jú, mikið rétt, eins og hér er áður fram
komið, tekur Þórunn Valdimarsdóttir þau nánast óbreytt upp í texta sinn
og fer með þau eins og um almenna og óumdeilda skoðun hafi verið að
ræða. Þó eru þessar fullyrðingar svo almennt orðaðar og svo óljósar, að
þær eru í raun og veru gersamlega innantómar. „Amicus“ nefnir t.d. ekki
eitt einasta dæmi um það, í hverju „frumleiki“ og „sjálfstæði“ Indriða sem
leikstjóra hafi komið fram, hvernig hann hafi notað ljósið, hvað hafi falist í
„svipbreytingum og hlátri leikendanna“. Á „samanburð“ „Amicusar“ á
starfi Indriða og sviðsetningum „expressionistisku“ leikstjóranna, sem réðu
flestir yfir þrautþjálfuðum atvinnuleikurum og vel búnum leiksviðum, að
ekki sé minnst á þann sér-þýska jarðveg sem þeir voru sprottnir úr, er ekki
orðum eyðandi. Það er ekki einu sinni ljóst, hvort „Amicus“ hafði séð
nokkuð sjálfur af umræddum listaverkum eða aðeins lesið sér til um þau.
Það má vel vera, að þessi skrif í Vísi hafi átt að vera einhvers konar vinar-
bragð við Indriða; sem listgagnrýni eru þau svo fátækleg, að það tekur því
varla að vitna í þau.
í leikhúsinu er oft tekist á um völd og áhrif og algengt að menn myndi
bandalög til að tryggja stöðu sína. Vandaður leikgagnrýnandi heldur sig ut-
an við slík átök og fylgir listrænum sjónarmiðum einum. Einungis með
þeim hætti getur hann skapað sér traust almennings og annarra dómbærra
aðila og orðið sá vegvísir sem hann á að vera. En íslensk leiklistargagnrýni
var ekki nema að litlu leyti orðin svo þroskuð á þriðja áratug aldarinnar.
Því verður leiksögufræðingurinn að gera sér fulla grein fyrir, ætli hann ekki
að enda einhvers staðar úti í móa. Árið 1923 hafði Alþingi samþykkt sér-
stök lög um byggingu Þjóðleikhúss og leikhússjóðurinn óx nú svo ört, að
menn sáu hilla undir leikhúsið nýja innan fárra ára. Auðvitað veltu þeir