Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 134

Andvari - 01.01.1998, Side 134
132 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Af ytra útliti textans verður ekki annað séð en hann sé unninn af miklum fræðimannsmetnaði, því að hann er morandi í tilvísananótum. I fyrstu köfl- um bókarinnar er eðlilega mikið vitnað í rit okkar Sveins, þó að Þórunn virðist tæpast hafa áttað sig á því, að okkur greinir talsvert á, og það jafnvel um mjög veigamikil atriði, eins og ég vík betur að bæði hér síðar og í rit- gerð, sem birtist í 4. hefti Tímarits Máls og menningar nú í ár. Ekki tekur hún heldur afstöðu til þeirrar gagnrýni, sem ég set fram í Geniet och vag- visaren á þá viðteknu skoðun, að L.R. hafi orðið til við samruna tveggja leikflokka, annars úr Breiðfjörðs-leikhúsi, hins úr Gúttó.3 Af ritaskrá má ráða, að höfundar hafi lesið sér nokkuð til um erlenda leiklistarsögu, þó að notkun erlendra rita virðist einkum bundin við þekkt yfirlits- og uppfletti- verk. Ef rýnt er í tilvísana- og ritaskrá kemur einnig dálítið sérkennilegt í ljós. Samkvæmt henni hefur Þórunn ein talið þörf á samanburði við er- lenda leiklistarþróun, þar sem ekki er í tilvísanaskrá með köflum Eggerts Þórs vísað til eins einasta rits um þau efni. En varla hætti forystusveit L.R. að líta út fyrir pollinn, þó að komið væri Þjóðleikhús í landið! Áður en lengra er haldið, er rétt að taka skýrt fram, að ég ætla mér ekki að skrifa hér tæmandi „ritdóm“ um Aldarsögu. Mér þykir hins vegar varða miklu að skýra, hvers vegna Aldarsaga er ekki sú „endanlega“ saga Leikfé- lags Reykjavíkur, sem Sveinn Einarsson lýsti eftir í eftirmála Leikhússins við Tjörnina. Vissulega kemur margt nýtt fram í bókinni, því skal síst neit- að, en á hinn bóginn er aðferðafræði hennar, viðhorf höfundanna til efnis- ins og vinnubrögð þeirra, með slíkum annmörkum, að verkið sparar þeim fræðimönnum, sem eiga eftir að fjalla um sögu L.R., naumast nokkra vinnu. Ef fræðimaður kannar tiltekið efnissvið með þeim hætti að hrafla hingað og þangað í dreifðar og vandmeðfarnar frumheimildir, án þess að reyna að kafa nokkurs staðar til botns, svo aðrir geti treyst því að honum hafi ekki sést yfir neitt sem verulegu máli skipti, er í raun og veru verr farið en heima setið. Mér er ljóst, að þetta er harður dómur, sem kallar á rökstuðning, og ég skal nefna þegar dæmi um yfirsjón sem er ein sér svo slæm, að hún kippir að verulegu leyti fótum undan verkinu, einkum seinni köflum þess. Það er sem sé eitt af hinum óútskýrðu atriðum þess, að höfundarnir hafa ekki, að því er best verður séð, talað við nokkurn lifandi heimildamann, heldur láta sér nægja ritheimildir og önnur gögn sem þeir hafa fundið á söfnum. Þó vita allir, sem einhver lágmarkskynni hafa haft af leikhússtarfi, að per- sónuleg samskipti einstaklinganna og innbyrðis tengsl skilja sjaldnast eftir markverð spor í samtíma ritheimildum, nema þá með mjög óbeinum hætti. Um þau eru þá oftar en ekki þeir einir til frásagnar sem þekktu fólkið sjálft. Það hvarflar ekki að mér eitt andartak, að höfundar Aldarsögu hafi ekki áttað sig á þessu, og því er þessi gloppa mér með öllu óskiljanleg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.