Andvari - 01.01.1998, Page 127
andvari
RÖDD ÚR HÁTALARA - SKILABOÐ í TÓTTARVEGG
125
Hann var algerlega varnarlaus gagnvart duttlungum þeirra og frekju, hann var ofur-
seldur hinu margþætta, óskiljanlega lögmáli heimsstyrjaldarinnar, flæktur í net henn-
ar eins og lítill og táplaus þyrsklingur, sem finnur æ áþreifanlegar til möskvanna, eftir
því sem hann spriklar lengur og gerir harðari atrennur til að losa sig úr viðjunum
(Speglar og fiðrildi, bls. 82).
Þessi stutta tilvitnun gæti staðið sem yfirskrift fyrir valdaleysistilfinninguna
sem Indriði G. Þorsteinsson lýsir í fyrstu skáldsögum sínum. Valdaleysi sem
er svo víðtækt að hvorki sveitin getur bætt mönnunum það upp né getur
tæknin það heldur. Tæknin og náttúran eru bæði í höndum einhvers ann-
ars, afla sem sjálfsveran nefnir ekki á nafn því hún er ekki heldur viss á því
hvaða nafn það er. Handan við textana opnast víðari heimur efnahagslegs
°g stjórnmálalegs veruleika eftirstríðsáranna, kalda stríðið, sem tvinnar
saman sögu af tortímingu og velsæld, af frelsi og kúgun, af sundurleitum
menningarheimi, reistum á alþjóðlegri fjölmiðlun annars vegar og hins veg-
ar tilraunum til að afneita henni og tengjast sögunni í gegnum afneitunina,
eins og Adorno talaði um í sínum ritum. í þessu ósagða felst vald sem
hvorki leigubflstjórar, bændur né hátalarapíur vita með vissu hvernig á að
skilgreina og nefna. Til að greina þetta vald nægir ekki að rannsaka náttúru
°g menningu. Til þess verður að spyrja spurninga eins og: Hver eru tengsl
Kúbudeilunnar og heimsmyndar Lands og sonal Hvernig má lesa Sjötíu og
níu af stöðinni í samhengi kjarnorkuvopnavæðingar Bandaríkjamanna?
Slík greining virðist ef til vill langsótt en gleymum því ekki að Ragnar deyr
1 Dodge-bifreið, árgerð 1940, framleiddri í Detroit í verksmiðjum sem um
svipað leyti voru að byrja að dæla út stríðsvélum og áttu eftir að gera það
óslitið næstu áratugi.
Nýjar aðferðir við skrásetningu og miðlun upplýsinga voru aðeins einn
þáttur í þeirri nútímavæðingu sem íslenskir rithöfundar tókust á við að lýsa
á sjötta og sjöunda áratugnum, myndir hennar voru að sjálfsögðu margar.
En með því að athuga betur hvernig þessir textar lýsa sambandi fólks og
umhverfis út frá hvernig upplýsingum er haldið til haga eða miðlað á milli
manna sést að ekki nægir að staldra við hinar tregafullu lýsingar á sveita-
samfélaginu og segja að þar sé kominn lykillinn að menningu þessa tíma.
Andstæða sveitar og borgar var margbrotnari og flóknari en oft er látið í
veðri vaka og táknmyndir sveitar og borgar í raun byggðar á veruleika sem
var liðinn þegar kom fram á sjöunda áratuginn. Þótt höfundar eftirstríðsár-
anna hafi sjálfir mænt aftur fyrir stríð í von um að sjá betur hvernig samfé-
*agið hafði þróast verðum við lesendur þeirra að staldra við og skoða
hvernig málum var háttað þegar verkin komu út. Við verðum að reyna að
atta okkur á við hvaða sögulega veruleika þessir höfundar voru að glíma
°g hvernig þeir gerðu það.