Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Síða 127

Andvari - 01.01.1998, Síða 127
andvari RÖDD ÚR HÁTALARA - SKILABOÐ í TÓTTARVEGG 125 Hann var algerlega varnarlaus gagnvart duttlungum þeirra og frekju, hann var ofur- seldur hinu margþætta, óskiljanlega lögmáli heimsstyrjaldarinnar, flæktur í net henn- ar eins og lítill og táplaus þyrsklingur, sem finnur æ áþreifanlegar til möskvanna, eftir því sem hann spriklar lengur og gerir harðari atrennur til að losa sig úr viðjunum (Speglar og fiðrildi, bls. 82). Þessi stutta tilvitnun gæti staðið sem yfirskrift fyrir valdaleysistilfinninguna sem Indriði G. Þorsteinsson lýsir í fyrstu skáldsögum sínum. Valdaleysi sem er svo víðtækt að hvorki sveitin getur bætt mönnunum það upp né getur tæknin það heldur. Tæknin og náttúran eru bæði í höndum einhvers ann- ars, afla sem sjálfsveran nefnir ekki á nafn því hún er ekki heldur viss á því hvaða nafn það er. Handan við textana opnast víðari heimur efnahagslegs °g stjórnmálalegs veruleika eftirstríðsáranna, kalda stríðið, sem tvinnar saman sögu af tortímingu og velsæld, af frelsi og kúgun, af sundurleitum menningarheimi, reistum á alþjóðlegri fjölmiðlun annars vegar og hins veg- ar tilraunum til að afneita henni og tengjast sögunni í gegnum afneitunina, eins og Adorno talaði um í sínum ritum. í þessu ósagða felst vald sem hvorki leigubflstjórar, bændur né hátalarapíur vita með vissu hvernig á að skilgreina og nefna. Til að greina þetta vald nægir ekki að rannsaka náttúru °g menningu. Til þess verður að spyrja spurninga eins og: Hver eru tengsl Kúbudeilunnar og heimsmyndar Lands og sonal Hvernig má lesa Sjötíu og níu af stöðinni í samhengi kjarnorkuvopnavæðingar Bandaríkjamanna? Slík greining virðist ef til vill langsótt en gleymum því ekki að Ragnar deyr 1 Dodge-bifreið, árgerð 1940, framleiddri í Detroit í verksmiðjum sem um svipað leyti voru að byrja að dæla út stríðsvélum og áttu eftir að gera það óslitið næstu áratugi. Nýjar aðferðir við skrásetningu og miðlun upplýsinga voru aðeins einn þáttur í þeirri nútímavæðingu sem íslenskir rithöfundar tókust á við að lýsa á sjötta og sjöunda áratugnum, myndir hennar voru að sjálfsögðu margar. En með því að athuga betur hvernig þessir textar lýsa sambandi fólks og umhverfis út frá hvernig upplýsingum er haldið til haga eða miðlað á milli manna sést að ekki nægir að staldra við hinar tregafullu lýsingar á sveita- samfélaginu og segja að þar sé kominn lykillinn að menningu þessa tíma. Andstæða sveitar og borgar var margbrotnari og flóknari en oft er látið í veðri vaka og táknmyndir sveitar og borgar í raun byggðar á veruleika sem var liðinn þegar kom fram á sjöunda áratuginn. Þótt höfundar eftirstríðsár- anna hafi sjálfir mænt aftur fyrir stríð í von um að sjá betur hvernig samfé- *agið hafði þróast verðum við lesendur þeirra að staldra við og skoða hvernig málum var háttað þegar verkin komu út. Við verðum að reyna að atta okkur á við hvaða sögulega veruleika þessir höfundar voru að glíma °g hvernig þeir gerðu það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.