Andvari - 01.01.1998, Side 59
andvari
SUNNUDAGSMORGUNN
57
Nokkur orð um Wallace Stevens
Wallace Stevens fæddist í Reading í Pennsylvaníu árið 1879. Móðir hans hafði ver-
!ð kennslukona. Hún lék á píanó og söng. Faðir hans hafði einnig verið kennari, en
gerðist síðan lögfræðingur og komst vel áfram, en hann orti líka ljóð í dagblað í
bænum. Stevens taldi sig hafa erft ímyndunarafl sitt frá móðurinni en hagsýnina
frá föðurnum, og hefði sér brugðið meira til móðurinnar. En faðirinn var einrænn
maður sem hafði mikla þörf fyrir næði og dvaldist löngum stundum einn á skrif-
stofu sinni. Að þessu leyti líktist skáldið föður sínum.
Arið 1897 að loknu framhaldsskólanámi gekk Stevens í Harvardháskóla í þrjú ár
°g las þar bókmenntir, sögu, frönsku og þýsku. Að því loknu reyndi hann fyrir sér
sem blaðamaður, en þegar það gekk brösulega hóf hann laganám sem hann lauk
1904. Eftir að hafa stundað lögmannsstörf í New York í nokkur ár með slælegum
árangri réðst hann til tryggingarfélags í Hartford, Connecticut, og starfaði þar til
æviloka. Hann giftist konu sem hann bjó með til dauðadags og eignaðist með
henni eina dóttur. Fyrir utan nokkur ferðalög um Bandaríkin var hann um kyrrt í
Hartford alla ævi. Hann var fremur feiminn maður og hafði lítið samneyti við önn-
ur skáld. Hann sagðist reyndar aldrei lesa ljóð annarra skálda, því að það gæti haft
truflandi áhrif á hans eigin skáldskap.
Hann byrjaði snemma að yrkja en var orðinn hálffertugur þegar hann hafði þróað
nreð sér sinn þroskaða og persónulega stíl og tók að birta ljóð í tímaritum, þar á
meðal Sunnudagsmorgun árið 1915. En fyrsta ljóðabókin, Harmonium, kom ekki fyrr
en 1923 og seldist nánast ekki neitt, hundrað eintök fyrsta árið. Dræmar viðtökur
urðu til þess að hann orti nánast ekkert næstu árin. En hann byrjaði þó aftur, og önn-
Ur bókin kom út 1935, Ideas ofOrder. Lengi vel var Stevens lítt kunnur öðrum en fá-
mennum hópi skálda og bókmenntafræðinga og það var ekki fyrr en upp úr 1950 að
hann gerðist þekktur og öðlaðist viðurkenningu, en þá átti hann skammt eftir ólifað,
lést 1955. Nú er honum skipað á bekk með þeim W. B. Yeats og T. S. Eliot og þeir
þremenningar jafnan taldir mestu skáld á enska tungu á fyrri hluta aldarinnar.
Skáldskapur Wallace Stevens einkennist af fáguðu, sérkennilegu og hnitmiðuðu
orðfæri, markvissum hljómi og margbrotinni hugsun. Viðfangsefni hans eru í
grundvallaratriðum sambandið milli veruleika og ímyndunarafls, sambandið milli
listamannsins og umhverfisins og vandamál trúarinnar.
I ljóðinu Sunnudagsmorgunn, sem hér birtist í þýðingu, fjallar Stevens um við-
horf sín til kristinnar trúar, til jarðarinnar, lífsins og dauðans. Konan sem er að-
alpersóna ljóðsins nýtur morgunverðar og lífsins meðan aðrir eru í kirkju. En
hugsanir um krossfestinguna sækja að henni og hún saknar þeirrar huggunar sem
kristindómurinn veitir. En skáldið segir að einu raunhæfu huggunina sé að finna í
jarðlífinu, að paradís kristindómsins sé ófullnægjandi vegna þess að þar breytist
ekki neitt. Forsenda þess að eitthvað breytist er dauðinn og þess vegna er fegurðin
afsprengi dauðans. Ljóðið er fagur óður til jarðlífsins og sólarinnar „sem ekki er
guð, en eins og guð gæti verið“.
5. H.