Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Síða 59

Andvari - 01.01.1998, Síða 59
andvari SUNNUDAGSMORGUNN 57 Nokkur orð um Wallace Stevens Wallace Stevens fæddist í Reading í Pennsylvaníu árið 1879. Móðir hans hafði ver- !ð kennslukona. Hún lék á píanó og söng. Faðir hans hafði einnig verið kennari, en gerðist síðan lögfræðingur og komst vel áfram, en hann orti líka ljóð í dagblað í bænum. Stevens taldi sig hafa erft ímyndunarafl sitt frá móðurinni en hagsýnina frá föðurnum, og hefði sér brugðið meira til móðurinnar. En faðirinn var einrænn maður sem hafði mikla þörf fyrir næði og dvaldist löngum stundum einn á skrif- stofu sinni. Að þessu leyti líktist skáldið föður sínum. Arið 1897 að loknu framhaldsskólanámi gekk Stevens í Harvardháskóla í þrjú ár °g las þar bókmenntir, sögu, frönsku og þýsku. Að því loknu reyndi hann fyrir sér sem blaðamaður, en þegar það gekk brösulega hóf hann laganám sem hann lauk 1904. Eftir að hafa stundað lögmannsstörf í New York í nokkur ár með slælegum árangri réðst hann til tryggingarfélags í Hartford, Connecticut, og starfaði þar til æviloka. Hann giftist konu sem hann bjó með til dauðadags og eignaðist með henni eina dóttur. Fyrir utan nokkur ferðalög um Bandaríkin var hann um kyrrt í Hartford alla ævi. Hann var fremur feiminn maður og hafði lítið samneyti við önn- ur skáld. Hann sagðist reyndar aldrei lesa ljóð annarra skálda, því að það gæti haft truflandi áhrif á hans eigin skáldskap. Hann byrjaði snemma að yrkja en var orðinn hálffertugur þegar hann hafði þróað nreð sér sinn þroskaða og persónulega stíl og tók að birta ljóð í tímaritum, þar á meðal Sunnudagsmorgun árið 1915. En fyrsta ljóðabókin, Harmonium, kom ekki fyrr en 1923 og seldist nánast ekki neitt, hundrað eintök fyrsta árið. Dræmar viðtökur urðu til þess að hann orti nánast ekkert næstu árin. En hann byrjaði þó aftur, og önn- Ur bókin kom út 1935, Ideas ofOrder. Lengi vel var Stevens lítt kunnur öðrum en fá- mennum hópi skálda og bókmenntafræðinga og það var ekki fyrr en upp úr 1950 að hann gerðist þekktur og öðlaðist viðurkenningu, en þá átti hann skammt eftir ólifað, lést 1955. Nú er honum skipað á bekk með þeim W. B. Yeats og T. S. Eliot og þeir þremenningar jafnan taldir mestu skáld á enska tungu á fyrri hluta aldarinnar. Skáldskapur Wallace Stevens einkennist af fáguðu, sérkennilegu og hnitmiðuðu orðfæri, markvissum hljómi og margbrotinni hugsun. Viðfangsefni hans eru í grundvallaratriðum sambandið milli veruleika og ímyndunarafls, sambandið milli listamannsins og umhverfisins og vandamál trúarinnar. I ljóðinu Sunnudagsmorgunn, sem hér birtist í þýðingu, fjallar Stevens um við- horf sín til kristinnar trúar, til jarðarinnar, lífsins og dauðans. Konan sem er að- alpersóna ljóðsins nýtur morgunverðar og lífsins meðan aðrir eru í kirkju. En hugsanir um krossfestinguna sækja að henni og hún saknar þeirrar huggunar sem kristindómurinn veitir. En skáldið segir að einu raunhæfu huggunina sé að finna í jarðlífinu, að paradís kristindómsins sé ófullnægjandi vegna þess að þar breytist ekki neitt. Forsenda þess að eitthvað breytist er dauðinn og þess vegna er fegurðin afsprengi dauðans. Ljóðið er fagur óður til jarðlífsins og sólarinnar „sem ekki er guð, en eins og guð gæti verið“. 5. H.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.