Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 67
andvari
AÐ YRKJA SIG ÚT ÚR BÓKMENNTASÖGUNNI
65
Jónasar, og svo hinna sem ekki hafa komist í tæri við boðskap og hugmynd-
ir rómantíkur, og vita þar af leiðandi ekki hvað er „skáldlegt“ og hvernig
ber að fara með efnið. En Jónas getur auðvitað ekki stillt sig um að koma
höggi á Sigurð, undir rós að sjálfsögðu, með því að segja að val efnisins lýsi
„frábærlegu smekkleysi og tilfinningarleysi“ og láti lesandann „finna til
hvursu það er viðbjóðslegt að hlýða á bull og vitleysu.“13
Vel hefði mátt hugsa sér að Jónas gerði betri grein fyrir rómantískum
hugmyndum sínum um hugarflug og innsæi, útskýrði það fyrir þjóð sinni og
hinu vesæla rímnaskáldi af umburðarlyndi hins menntaða og víðsýna
manns. En það gerist ekki og skýringin er vitanlega einföld: Jónas getur
skki hugsað sér málflutning sem feli í sér málsbót fyrir Sigurð Breiðfjörð.
Hann snýr öllu Sigurði í óhag og talar um metnaðarleysi hans að láta „sér
lynda að koma vesælu efni í hendingar.“14
Hér er komið að sjálfum rótum ritdómsins. Sé málið skoðað af sanngirni
sr auðvitað heldur harkalegt að ráðast með þessu offorsi á Sigurð fyrir að
fylgja hefðinni en ekki nýstárlegum hugmyndum sem hann hafði engar for-
sendur til. Nú má gera ráð fyrir því að Jónas hafi lesið Númarímur og
kannski fundist að gera mætti til Sigurðar meiri kröfur þeirra vegna. En til-
vitnun í þær hefði hins vegar haft í för með sér að Sigurður hefði orðið að
fá að njóta þeirra, og orð hans þar og umþenkingar hefðu dregið úr höggi
Jónasar. Þetta getur Jónas ekki hugsað sér. Ásetningur hans er nefnilega
frá upphafi að knésetja Sigurð og gera sem minnst úr honum og skáldskap
hans. Það er forsenda og markmið ritdómsins, og Jónas víkur sér markvisst
undan rökum eða álitamálum sem mildað gætu hlut Sigurðar eða mælt
honum bót. Ritdómurinn er ekki Einum kennt - öðrum bent, heldur heift-
úðleg niðursöllun. Heiftin ræður för. Þannig náði Jónas markmiði þeirra
Konráðs, því ekki má gleyma hans hlut í þessu sem vafalaust er stór. Kon-
ráð hefur án efa manað Jónas upp, enda einstaklega þrjóskur og þverlund-
aður, og ef hann beit eitthvað í sig varð honum illa haggað. Af bréfum hans
síðar er jafnframt ljóst að andúð hans á Sigurði Breiðfjörð minnkaði ekki
með árunum.
Ritdómurinn hafði síðar mikil áhrif á bókmenntasmekk þjóðarinnar, en
á stað og stund hafði hann gríðarleg áhrif á tvo aðila: Sigurð Breiðfjörð og
Fjölni. Afleiðingar dómsins voru miklar fyrir Fjölni og hægt að leiða rök að
því að í kjölfar hans slitni endanlega hið skammlífa samstarf fjórmenninganna.
Tómas Sæmundsson var óánægður með þann árásargjarna tón sem
Fjölnir tileinkaði sér og fannst Jónas og Konráð sýna hroka. Hann skrifar
þeim harðorð bréf þar sem hann gagnrýnir þessa óbilgirni og skort á um-
burðarlyndi og víðsýni. Á einum stað segist hann vera „óvenju liberal í
[þessu] efni, því mér sýnist við tapa réttinum að finna að öðrum (sem ég
þarf þó svo mikið á að halda) nema við séum góðir til að taka annara mót-