Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 139

Andvari - 01.01.1998, Side 139
ANDVARI AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU 137 minninga Brynjólfs Jóhannessonar, Karlar eins og ég.16 Annars vitnar hún hér einkum til bréfa, sem Indriði skrifar Indriða afa sínum úr utanferðinni. Þar segir hún hann „ræða við afa sinn um einföld leiksvið og styttingar Max Reinhardts á leikverkum“ og „velta vöngum fram og aftur yfir leik- stjórn hans og fleiri spámanna leiklistarinnar á þessum tíma.“17 Leikstjórn- arstíll Indriða síðar hafi og þótt „minna á expressjónísku leikstjórana þýsku“, og hafi mátt sjá merki þeirra lærdóma í „notkun Ijóssins, svipbreyt- ingum og hlátri leikaranna, stillingu hraðans“ sem allt hafi borið vitni um „næman skilning Indriða á því að hægt væri að láta smáu atriðin jafnt þeim stóru sýna það sem í leiknum byggi.“18 Ég er hræddur um, að hér liggi ekki allt eins Ijóst fyrir og Þórunn vill vera láta. Fyrst af öllu verður að geta þess, að samtíðarheimildir um þessar sýningar hans eru bæði litlar og takmarkaðar. Indriði mun t.d. aldrei hafa undirbúið sig með nákvæmum leikstjórnarhandritum, líkt og reglumaður- inn Haraldur Björnsson, eða hirt um að „dókúmentera“ sviðsetningar sín- ar, a.m.k. er ekki kunnugt um neitt slíkt frá hans hendi. Þar við bætist, að ljósmyndaefnið frá þessum tíma er mjög fátæklegt, þó að það þyrfti að vísu að kanna betur með nákvæmri leit í söfnum þeirra ljósmyndara, sem unnu mest fyrir leikhúsið, einkum Lofts Guðmundssonar. Við höfum því í raun fátt annað að styðjast við en leikdómana með kostum sínum og göllum. Frásagnir manna eins og Brynjólfs Jóhannessonar og Vals Gíslasonar eru út af fyrir sig góðra gjalda verðar, en þær eru vitaskuld frá miklu seinni tíma. Auk þess er staðreynd, sem ekki má gleyma, að þeir Brynjólfur og Valur voru jafnan miklir vinir Indriða, svo að þaðan var tæpast að vænta mikillar gagnrýni á verk hans og vinnubrögð.19 Þekktar heimildir um Þýskalandsdvöl Indriða eru ekki heldur miklar. Bréfin til Indriða Einarssonar, sem eru varðveitt í safni hans í Landsbóka- safninu, eru hin einu sem enn eru til úr ferðinni, svo vitað sé. Þau eru að- eins tvö, bæði frekar stutt og einungis fyrra bréfið snýst um leikstjórn Rein- hardts.20 Fyrrnefnt útvarpsviðtal frá 1962 virðist Þórunn ekki hafa þekkt; a.m.k. vísar hún hvergi til þess. Þar segir hann undan og ofan af ferðinni, og er ekki að heyra sem hann hafi átt þess kost eða yfirleitt reynt að kom- ast að hjá einhverju Berlínarleikhúsanna til að fylgjast með æfingum. Um faglega þjálfun í nútímaskilningi hefur þar því ekki verið að ræða. En bréf- ið til afa hans staðfestir, svo langt sem það nær, að honum var starf leik- stjórans afar hugleikið og hann hefur reynt að glöggva sig á helstu þáttum þess. Ut af fyrir sig leikur ekki nokkur minnsti vafi á því, að Þýskalands- dvölin varð Indriða drjúgt veganesti, hafði jafnvel grundvallaráhrif á list- feril hans og listskynjun, eins og Sveinn Einarsson orðar það.21 Þó að hæpið sé að gera mikið úr loflegum ummælum gamalla vina og samherja úr leikhússlagnum, eru leikdómar samtíðarinnar ekki síður vara-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.