Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 100

Andvari - 01.01.1998, Side 100
98 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI 5. Samfélag, fjölskylda, skáldskapur Það þyrfti ekki að vera óvænt að sonur hafi orðið fyrir áhrifum af móður sinni. Þeir sem búa í sama húsi lesa sömu bækur og ræða um þær ef þeir hafa áhuga á skáldskap. Það er því eðlilegt að leita fyrst áhrifa á skáld hjá þeim sem eru næstir í samfélaginu. Það hefðu menn gert í tilviki Jóns Thor- oddsens ef faðir hans hefði verið skáld en ekki móðir hans.24 Bæði Theodora og Jón Thoroddsen lifðu umsköpun evrópsks samfélags og þá hugarfarsbyltingu sem fylgdi í kjölfarið og náði að lokum til íslands á undan tækniframförunum. Þulur Theodoru sýna skýr merki þeirrar hug- myndalegu endurskoðunar en hún er enn róttækari í Flugum. Jón Thor- oddsen byggði á þeim grunni sem móðir hans og aðrir lögðu. Þar með er ekki gert lítið úr frumleika hans. Vegna þess að Jón hafði drukkið í sig tíð- arandann gat hann búið til nýtt form og sett fram hugmyndir nýrrar aldar. Þulur Theodoru urðu vinsælar og nutu virðingar en gátu þó aldrei hlotið sama sess og ljóð nýrómantísku karlskáldanna. Sömu örlög hlutu Flugur Jóns, sonar hennar. Þær voru „eigi við almenningshæfi“, eins og Sigurður Grímsson orðaði það,25 og Jóni entist ekki aldur til að verða postuli nýs sið- ar í bókmenntum. Þess vegna voru Flugur enn sem nýjar þegar bróðurson- ur Jóns, Dagur Sigurðarson, sló tæpum fjórum áratugum síðar enn einn nýjan tón í ljóðagerð tuttugustu aldar, undir sterkum áhrifum frá hinum látna frænda sínum. Þó er þar talsverður munur á enda tíðarandinn allur annar. Við lifum í öðrum heimi en þeim sem Jón Thoroddsen fæddist í. Hann lifði skeið umbyltinga og drauma um betri heim en einnig vonbrigði og efa því að það hefur reynst hugsjónamönnum tuttugustu aldar erfitt að sam- þætta hugsjónir sínar og efahyggju. í Flugum sínum fangaði hann þver- sagnakennt hlutskipti manns í samfélagi sem kannski er hægt að gera eins gott og göfugt og allt það besta sem til er - en kannski ekki. HEIMILDIR Armann Jakobsson. Hvenær drepur maður mann? Halldór Laxness og Agatha Christie eða: skvaldur um alvarlega hluti. Erindi flutt 17. júlí 1997 í fyrirlestraröð um Halldór Laxness. Ármann Jakobsson. í heimana nýja. Skáldkona skapar sér veröld. Andvari nýr fl. 37 (1997), 109-27. Ármann Jakobsson. Listin að ljúka ekki sögu. Lesbók Morgunblaðsins 30. maí 1998. Bloom, Harold. The Anxiety of Influence. A Theory of Poetry. Oxford o.v. 1973. Dagur Sigurðarson. Hlutabréf í sólarlaginu. Rvík 1958. Dagur Sigurðarson. Rógmálmur og grásilfur. Rvík 1971.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.