Andvari - 01.01.1998, Page 100
98
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
5. Samfélag, fjölskylda, skáldskapur
Það þyrfti ekki að vera óvænt að sonur hafi orðið fyrir áhrifum af móður
sinni. Þeir sem búa í sama húsi lesa sömu bækur og ræða um þær ef þeir
hafa áhuga á skáldskap. Það er því eðlilegt að leita fyrst áhrifa á skáld hjá
þeim sem eru næstir í samfélaginu. Það hefðu menn gert í tilviki Jóns Thor-
oddsens ef faðir hans hefði verið skáld en ekki móðir hans.24
Bæði Theodora og Jón Thoroddsen lifðu umsköpun evrópsks samfélags
og þá hugarfarsbyltingu sem fylgdi í kjölfarið og náði að lokum til íslands á
undan tækniframförunum. Þulur Theodoru sýna skýr merki þeirrar hug-
myndalegu endurskoðunar en hún er enn róttækari í Flugum. Jón Thor-
oddsen byggði á þeim grunni sem móðir hans og aðrir lögðu. Þar með er
ekki gert lítið úr frumleika hans. Vegna þess að Jón hafði drukkið í sig tíð-
arandann gat hann búið til nýtt form og sett fram hugmyndir nýrrar aldar.
Þulur Theodoru urðu vinsælar og nutu virðingar en gátu þó aldrei hlotið
sama sess og ljóð nýrómantísku karlskáldanna. Sömu örlög hlutu Flugur
Jóns, sonar hennar. Þær voru „eigi við almenningshæfi“, eins og Sigurður
Grímsson orðaði það,25 og Jóni entist ekki aldur til að verða postuli nýs sið-
ar í bókmenntum. Þess vegna voru Flugur enn sem nýjar þegar bróðurson-
ur Jóns, Dagur Sigurðarson, sló tæpum fjórum áratugum síðar enn einn
nýjan tón í ljóðagerð tuttugustu aldar, undir sterkum áhrifum frá hinum
látna frænda sínum. Þó er þar talsverður munur á enda tíðarandinn allur
annar.
Við lifum í öðrum heimi en þeim sem Jón Thoroddsen fæddist í. Hann
lifði skeið umbyltinga og drauma um betri heim en einnig vonbrigði og efa
því að það hefur reynst hugsjónamönnum tuttugustu aldar erfitt að sam-
þætta hugsjónir sínar og efahyggju. í Flugum sínum fangaði hann þver-
sagnakennt hlutskipti manns í samfélagi sem kannski er hægt að gera eins
gott og göfugt og allt það besta sem til er - en kannski ekki.
HEIMILDIR
Armann Jakobsson. Hvenær drepur maður mann? Halldór Laxness og Agatha Christie eða:
skvaldur um alvarlega hluti. Erindi flutt 17. júlí 1997 í fyrirlestraröð um Halldór Laxness.
Ármann Jakobsson. í heimana nýja. Skáldkona skapar sér veröld. Andvari nýr fl. 37 (1997),
109-27.
Ármann Jakobsson. Listin að ljúka ekki sögu. Lesbók Morgunblaðsins 30. maí 1998.
Bloom, Harold. The Anxiety of Influence. A Theory of Poetry. Oxford o.v. 1973.
Dagur Sigurðarson. Hlutabréf í sólarlaginu. Rvík 1958.
Dagur Sigurðarson. Rógmálmur og grásilfur. Rvík 1971.