Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 37
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
35
hinnar fornu messu á skynsemistrúar tímabilinu um 1800, þegar hinni fornu
messu, sem siðaskiptafrömuðirnir höfðu varðveitt, var breytt í það form, sem
messa vor hefir haft til þessa.
Það er heilög skylda vor að varðveita hina fornu messu. I fyrsta lagi af
sjálfsagðri ræktarsemi við feður vora í trúnni, sem skilað hafa oss hinum
helga arfi, Guðs orði og heilögum siðum. í öðru lagi vegna þess, að á þann
hátt varðveitum vér bezt sambandið við kristni allra alda. í þriðja lagi vegna
þess, að allar síðari tilraunir til breytinga hafa ekki reynzt fullnægja trú-
arlífinu eins vel.33
Og fleiri tilraunir með hina sígildu messu fylgdu í kjölfarið. Sú næsta
Var gerð eftir stofnun Hallgrímsprestakalls 1941 á ártíðardegi Hallgríms
Péturssonar 27. október af prestum Hallgrímskirkju, þeim sr. Sigur-
birni Einarssyni og sr. Jakobi Jónssyni. Sigurgeir Sigurðsson biskup
beitti sér síðan fyrir því að stofnað var til almenns bænadags. í nefnd
sem prestastefna valdi og var skipuð þeim sr. Garðari Þorsteinssyni,
Sr- Sigurbirni Einarssyni og sr. Sigurði Pálssyni var gerð tillaga að
tvenns konar messuformum, sem bæði byggðust á sígildri messu. Var
hin sígilda messa flutt í Dómkirkjunni hinn fyrsta almenna bænadag
°g síðan við vígslu Selfosskirkju 1956 og í fleiri skipti þar og á nokkr-
uni stöðum öðrum, þ. á m. í Skálholti og Odda, áður en kom að
messunni í Bessastaðakirkju sem svo mikla athygli vakti.
Um aðalmuninn á þessu messuformi og því sem fólk var vant
hafði sr. Sigurður þetta að segja: „Aðalmunurinn er sá, að eftir þessu
formi er meira gert og tekur þó mun skemmri tíma. Þannig er miklu
meiri hreyfing og hraði í þessari messu. Auk þess er hægt að hafa
hraðann breytilegan, þegar maður sleppir hinum algera fjórraddaða
söng á öllum liðum messunnar.“34
Árið 1961 gaf sr. Sigurður Pálsson út Messubók fyrir presta og
s?fnuði 35 og heimilaði biskup að hún yrði notuð í tilraunaskyni.
Áður hafði hann tekið saman Bœnabók og gefið út árið 1947.36 Einn-
!g kynnti hann sígildan tíðasöng og tók saman nokkur kver: Ottu-
söng efri, miðmorgunstíð, aftansöng og náttsöng. Var þessi tíðagjörð
niiðuð við eina viku. Þá kom íslenzkur tíðasöngur 1963 og 1965 með
nótum sem þeir sr. Sigurður og dr. Róbert A. Ottósson tóku saman.
^ar þetta hefti í fyrstu einkum notað meðal guðfræðinema við Há-
skóla íslands en síðar allvíða við guðsþjónustur í kirkjum. Var það
ntat þeirra sem að þessu stóðu að reynslan sýndi að söfnuðurinn tæki
ríkulegri þátt í þessari tilbeiðslu en annarri en það var einmitt eitt